Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 85
83
Mörk orðmyndunar og beygingar
mörkin, þ. e. a. s. hvort og þá Iwe mörg myndön, talið aftur frá rót, eru orðmyndun-
armyndön, og hvort og þá hve mörg myndön frá enda orðsins eru beygingarmyndön.
Þetta á líka helst við í „agglutinerandi“ málum, síður í málum þar sem myndön eru
miður vel afmörkuð, svokölluðum beygingarmálum (inflecting, flektierend).
Ekki er ólíklegt að þetta útbreidda dreifingarmunstur eigi sér einhverjar rætur í
starfsháttum mannshugans, t. d. þannig að hann eigi betra með að vinna úr segðum
þar sem beygingarmyndön eru í lok orða (sbr. Slobin 1980/1973: 131-132). En hér
verður líka að taka tillit til sögulega þáttarins, sem getur unnið í gagnstæða átt. Fyrir
kemur að les renni alveg saman við merkingarrýrt smáorð sem á eftir kemur, oftar
þó „enklítiska" ögn. Getur þá myndast hvort heldur sem er nýtt les eða beygingar-
mynd af grunnorðinu. Þannig eru t. d. til í gotnesku fornöfnin hvazuh og hvarjizuh
og í íslensku fornmáli t. d. hvárrgi (beygt hvárngi o. s. frv.), manngi, sem eru sjálf-
stæð les í orðmyndunartengslum við grunnorðið. Það sýnir hins vegar styrk tilhneig-
ingarinnar í íslensku, að hvárrgi og fleiri slík orð hafa smám saman þokað orðmynd-
unarviðskeytinu fram fyrir beygingarendinguna þannig að í stað t. d. hvár-n-gi kom
hvor-ug-an. En til þessa þurfti reyndar að auki sérstakar fyrirmyndir, þar sem voru
orð með viðskeytunum -ig- eða -ug-.
Sé þessu fals-greinimarki beitt á miðmynd í nútímaíslensku gefur það þá niður-
stöðu að miðmynd sé beygingarmynd — nema í 1. p. ft. þegar notuð er tvímyndin á
-ustum, þar teljist hún til orðmyndunar. En þá verður líka að telja tíð og hátt (og að
nokkru leyti tölu) til orðmyndunar í myndum eins og vh. þt. fœrust-um. Haldleysi
þessa greinimarks er hér augljóst. Það skýrist frekar þegar litið er á málið sögulega.
Myndin -ustum varð til ekki síðar en á fyrri hluta 17. aldar við viðskeytingu hinnar
almennu endingar 1. p. ft., -um, við hina eldri tvímynd -ust (einnig var til -unst).
Þegar notuð var myndin -ust, urðu myndir allrar fleirtölunnar samhljóða í þt. fh. og
að nokkru í vh.: við, þið, þeir fórust (fœrust). Til að bæta fyrir þetta samfall hefur
vart verið önnur leið vel fær, því hæpið er að hið sundurgreinandi m hefði tollað á
sínum upprunalega stað, þaðan sem það var tiltölulega nýfallið af hljóðfræðilegum
orsökum, eða á tímabilinu frá seinni hluta 15. aldar ogfram yfir 1500. Á hinn bóginn
hefði það vart verið vinnandi vegur, jafnvel þótt tilhneigingin hefði verið fyrir hendi,
að kippa st fram fyrir (aðrar) beygingarendingar svipað og gerðist í stökum orðum á
borð við hvárrgi. Beygingarkerfi sagna er nefnilega svo miklu flóknara en fallorða,
beygingarformdeildir fleiri og beygingarþættirnir oft táknaðir innan stofnsins að
nokkru eða öllu leyti, einkum með sérhljóðabreytingum („hljóðskiptum", „hljóð-
varpi").
2. Fyrri skrif um merkingu miðmyndar
2.0
í þessum kafla verður stiklað á stóru í skrifum fyrri fræðimanna
um merkingu miðmyndar. Pað skiptir vitaskuld nokkru máli fyrir
viðfangsefni okkar hér, hvort finna má einhvern merkingarlegan
samnefnara sagnmynda sem enda á -st. Auk þess tel ég að draga
megi ákveðna lærdóma af rannsóknasögunni, bæði finna þar sitt-