Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 85

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 85
83 Mörk orðmyndunar og beygingar mörkin, þ. e. a. s. hvort og þá Iwe mörg myndön, talið aftur frá rót, eru orðmyndun- armyndön, og hvort og þá hve mörg myndön frá enda orðsins eru beygingarmyndön. Þetta á líka helst við í „agglutinerandi“ málum, síður í málum þar sem myndön eru miður vel afmörkuð, svokölluðum beygingarmálum (inflecting, flektierend). Ekki er ólíklegt að þetta útbreidda dreifingarmunstur eigi sér einhverjar rætur í starfsháttum mannshugans, t. d. þannig að hann eigi betra með að vinna úr segðum þar sem beygingarmyndön eru í lok orða (sbr. Slobin 1980/1973: 131-132). En hér verður líka að taka tillit til sögulega þáttarins, sem getur unnið í gagnstæða átt. Fyrir kemur að les renni alveg saman við merkingarrýrt smáorð sem á eftir kemur, oftar þó „enklítiska" ögn. Getur þá myndast hvort heldur sem er nýtt les eða beygingar- mynd af grunnorðinu. Þannig eru t. d. til í gotnesku fornöfnin hvazuh og hvarjizuh og í íslensku fornmáli t. d. hvárrgi (beygt hvárngi o. s. frv.), manngi, sem eru sjálf- stæð les í orðmyndunartengslum við grunnorðið. Það sýnir hins vegar styrk tilhneig- ingarinnar í íslensku, að hvárrgi og fleiri slík orð hafa smám saman þokað orðmynd- unarviðskeytinu fram fyrir beygingarendinguna þannig að í stað t. d. hvár-n-gi kom hvor-ug-an. En til þessa þurfti reyndar að auki sérstakar fyrirmyndir, þar sem voru orð með viðskeytunum -ig- eða -ug-. Sé þessu fals-greinimarki beitt á miðmynd í nútímaíslensku gefur það þá niður- stöðu að miðmynd sé beygingarmynd — nema í 1. p. ft. þegar notuð er tvímyndin á -ustum, þar teljist hún til orðmyndunar. En þá verður líka að telja tíð og hátt (og að nokkru leyti tölu) til orðmyndunar í myndum eins og vh. þt. fœrust-um. Haldleysi þessa greinimarks er hér augljóst. Það skýrist frekar þegar litið er á málið sögulega. Myndin -ustum varð til ekki síðar en á fyrri hluta 17. aldar við viðskeytingu hinnar almennu endingar 1. p. ft., -um, við hina eldri tvímynd -ust (einnig var til -unst). Þegar notuð var myndin -ust, urðu myndir allrar fleirtölunnar samhljóða í þt. fh. og að nokkru í vh.: við, þið, þeir fórust (fœrust). Til að bæta fyrir þetta samfall hefur vart verið önnur leið vel fær, því hæpið er að hið sundurgreinandi m hefði tollað á sínum upprunalega stað, þaðan sem það var tiltölulega nýfallið af hljóðfræðilegum orsökum, eða á tímabilinu frá seinni hluta 15. aldar ogfram yfir 1500. Á hinn bóginn hefði það vart verið vinnandi vegur, jafnvel þótt tilhneigingin hefði verið fyrir hendi, að kippa st fram fyrir (aðrar) beygingarendingar svipað og gerðist í stökum orðum á borð við hvárrgi. Beygingarkerfi sagna er nefnilega svo miklu flóknara en fallorða, beygingarformdeildir fleiri og beygingarþættirnir oft táknaðir innan stofnsins að nokkru eða öllu leyti, einkum með sérhljóðabreytingum („hljóðskiptum", „hljóð- varpi"). 2. Fyrri skrif um merkingu miðmyndar 2.0 í þessum kafla verður stiklað á stóru í skrifum fyrri fræðimanna um merkingu miðmyndar. Pað skiptir vitaskuld nokkru máli fyrir viðfangsefni okkar hér, hvort finna má einhvern merkingarlegan samnefnara sagnmynda sem enda á -st. Auk þess tel ég að draga megi ákveðna lærdóma af rannsóknasögunni, bæði finna þar sitt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.