Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 86
84 Kjartan Ottósson
hvað nýtilegt sem legið hefur í láginni, og skýra bresti í viðteknum
skoðunum á sögulegan hátt.
Eftir yfirlit um helstu kenningar í 2.1 verða fyrri rannsóknir al-
mennt gagnrýndar í 2.2 í ljósi þess sem lesið er í 1. kafla um mörk
orðmyndunar og beygingar. Par verða dæmdir úr leik sem hrein
orðmyndunarfyrirbæri ákveðnir merkingarflokkar miðmyndar sem
einna mest er hampað. Auk þess verður þar fjallað almennara um
þann hluta formlegrar miðmyndar sem fellur undir orðmyndun, svo
að segja til að ryðja sviðið fyrir beygingar„kandídatana“.
2.1 Ýmislegar merkingarflokkanir
2.1.0
Lítum nú á helstu hugmyndir sem fram hafa komið um merking-
arflokka miðmyndar í nútímaíslensku. Lengst af hefur verið ríkj-
andi flokkun sem rekja má, gegnum Jakob Smára, til áhrifa frá um-
fjöllun Nygaards (1905) um forníslensku (2.1.1). Á síðustu áratug-
um hafa einkum þau Bruno Kress (2.1.2) og Sigríður Valfells
(2.1.3) fjallað um efnið á sjálfstæðan hátt á prenti.11
2.1.1
Jakob Jóh. Smári (1920) hefurfjallað ítarlega um merkingu mið-
myndar í íslensku nútímamáli. Er flokkun hans og meðferð öll í
smáatriðum sniðin eftir bók Nygaards (1905) um fornmálið, enda
fjallar Jakob almennt um bæði málstig í samhengi.
Nygaard fjallar um efnið, að þeirra tíma hætti, að miklu leyti frá
sögulegu sjónarmiði, og er það enn skiljanlegra fyrir þá sök, að
forníslenska er „dautt mál“. Hann kallar miðmynd „den reflexive
verbalform“ (1905:154-156) með hliðsjón af uppruna hennar í við-
skeytingu afturbeygða fornafnsins sik við germynd. í samræmi við
þetta telur Nygaard grundvallarmerkingu miðmyndar afturbeygi-
lega (reflexiv), og hefur lengi mátt greina enduróm þess viðhorfs.
31 Magnús Pétursson (1978:117-119, 184; 1981:105-108) hefur lagt nokkra
áherslu á þá merkingu miðmyndar sem hann kennir við horf (Aspekt), en þegar á
heildina er litið virðast mér dæmi hans um það lítt sannfærandi. Loks gerði Stephen
R. Anderson grein fyrir hugmyndum sínum um margvíslega merkingu miðmyndar í
fyrirlestrum á norrænu fræðimannanámskeiði um setningafræði á Flúðum í júní
1985, og væri fengur aðlfá greinargerð um þær hugmyndir á prenti.