Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 87
85
Mörk orðmyndunar og beygingar
Jakob Smári (1920:136-142) telur að miðmynd sé aðallega notuð
á fernan hátt. Fyrst er eiginleg miðmynd, í öðru lagi er miðmynd
notuð í gagnskiptismerkingu, í þriðja lagi í óskilgreindri nýrri
merkingu, sem oftast sé þó óávirk (þ. e. sögnin er áhrifslaus) og í
fjórða lagi í þolmyndarmerkingu.
Eiginlega miðmynd kallar Jakob (1920:136) það, þegar „verk-
naður gjörandans kemur niður á honum sjálfum, eða er fyrir hann
gerður."32 Jakob (1920:136-138) skiptir þessari notkun miðmyndar
í þrjá flokka eftir fallstjórn sagnarinnar,33 þannig að fyrsti flokkur-
inn tekur yfir andlag í þolfalli, t. d. klœðast (fyrir klæða sig),
matast, leggjast, setjast, segjast. Annar flokkurinn tekur til andlags
í þágufalli, t. d. bregðast við (fyrir bregða sér við), steypast, snúast,
og sá þriðji til „þiggjanda“ í þágufalli, t. d. þykjast, ætlast, takastá
hendur. Við bætist fjórði flokkurinn (Jakob Jóh. Smári 1920:138),
þegar afturbeygða fornafnið ætti að stjórnast af forsetningu sem
fylgir sögninni, t. d. biðjast fyrir (fyrir biðja fyrir sér), ætlast fyrir,
spyrjast fyrir um, litastum.
Gagnskiptismerking er það, þegar tveir eða fleiri gerendur hafa
áhrif hver (hvor) á annan (Jakob Jóh. Smári 1920:138-139), og eru
undirflokkar hliðstæðir og í eiginlegri miðmynd. Sem dæmi um
þolfallsandlag má nefna kynnast og berjast, um þágufallsandlag
heilsast og um fallorð forsetningar talast við, eigast við.
Þriðja flokkinn, sem Nygaard (1905:165) kennir við „fordunklet
reflexivbetydning“ kallar Jakob ekki sérstöku nafni, en segir að í
honum sé miðmyndarmerkingin hverfandi eða horfin og ný merk-
ing komin í staðinn (1920:139). Parna sé um að ræða sagnir sem í
germynd tákna ‘að setja í e-t ástand’, en í miðmynd ‘að komast í
eða vera í’ þessu ástandi, t. d. gerast (auðugur), kveljast, minnast.
Þessar sagnir segir Jakob (1920:139-140) að skiptist einkum í
fimm flokka, og gengur þá út frá germyndinni. Fyrsti flokkurinn er
sagnir myndaðar af lýsingarorðum, t. d. auðgast, fyllast, gleðjast.
Hinir taka yfir sagnir sem merkja 2) að komast í e-t hugarástand
eða skap, t. d. hrœðast, huggast\ 3) upphaf eða endi o. þvíl., t. d.
12 Nygaard (1905: 155-156) talar um „greinilega afturbeygingarmerkingu“ þegar
„subjektet tænkes virkende paa sig selv eller med (et eller andet, nærmere eller
fjernere) hensyn til sig selv“.
Á eftir láta skín oft afturbeygða fornafnið enn í gegn: láta tœlast (nánast tœla
S‘S)-