Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Qupperneq 88
86 Kjartan Ottósson
hefjast, frestast, stöðvast\ 4) eyðingu eða endurbót, t. d. farast,
meiðast, aukast og 5) að setja e-ð á hreyfingu, t. d. dreifast,
komast, berast.
Fjórði merkingarflokkur miðmyndar segir Jakob Smári
(1920:141-142) að sé þolmyndarmerking, t. d.fást, finnast, fréttast,
sjást. Á takmörkum þolmyndarmerkingar telur Jakob ópersónu-
lega notkun eins og e-m finnst, skilst, reynist e-ð.
Nútíma málfræðingar geta gagnrýnt Jakob Smára fyrir að nota
ekki meira málvitund sína, sem hann hafði umfram Nygaard, í stað
þess að fylgja honum svo mjög. Umfjöllun Jakobs hefur mótað
mjög viðhorf síðari höfunda, t. d. Stefáns Einarssonar (1949:147-
148), en hinum nafnlausa þriðja flokki hans er gjarnan sleppt þegar
fjallað er um merkingu miðmyndar.
2.1.2
Bruno Kress hefur látið í ljós þá skoðun að miðmynd tákni mjög
oft „verknað“ með aðeins einum aðila, það sem hann kallar „einpo-
lige Aktionen". í grein frá 1966 segir Kress (1966:113) að mjög oft
sé það táknað með miðmyndarsögnum sem hann kallar „mutante
einpolige Aktionen", en „mutant“ samsvarar verðandi hér (3.1), og
„póla“ kallar hann aðila verknaðarins. Telur Kress myndun einpóla
sagna úr öðrum tvípóla með viðskeytingu -st einkennandi fyrir ís-
lensku og nefnir m. a. dæmin týnast, lagast, aukast og drepast.
Þessar hugmyndir útfærir Kress nánar síðar (1975:544—5). Hann
telur hlutverk miðmyndarsagna oftast að eyða algerlega einum
„póli“ (Polelimination). Hlutverk þolmyndar kallar hann „Polre-
duktion“ og telur hana notaða þegar málnotandinn vill ekki nefna
geranda verknaðarins eða getur það ekki („Anonymum“, Kress
1975:543). Um póleyðinguna segir Kress (1975:544) hins vegar:
„Im Gegensatz zum Passiv schwebt dem Sprecher bei der Ver-
wendung medialer Verben kein Urheber der Aktion vor.“ Þannig
sé sagt Tunnan steyptist ísjóinn ef hún gerði það „af sjálfu sér“. Tel-
ur Kress að aðeins sé hægt að mynda þolmynd þegar gerandinn geti
leitt verknaðinn viljandi til lykta. Þannig séu ekki til þolmyndar-
setningar sem samsvari setningum eins og Stúlkan fékk bréf og
Bœndurnir fundu œrnar, því það sé ekki háð vilja. Sé gerandinn
felldur niður úr seinni setningunni fáist Ærnar fundust. Hins vegar
viðurkennir Kress (1975:546) að til séu miðmyndarsagnir sem erfitt