Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 89
87
Mörk orðmyndunar og beygingar
sé að skýra með póleyðingu, t. d. óttast e-ð, þar sem samsvarandi
germynd er ekki til.14
Kress er að mínu mati mjög á réttri leið með hugmyndir sínar um
póleyðingu, sem er í rauninni það sama og ég kenni hér við „anti-
kásatífa“ miðmynd. Er mikill skaði, hve skrifum hans hefur verið
lítill gaumur gefinn.
2.1.3
Sigríður Valfells (1970) hefur fjallað um miðmynd í íslensku á
grundvelli fallamálfræði Fillmore (1968) og í samhengi við myndir
sagna almennt. Til að reyna að skilgreina hugtakið „miðmynd“ og
komast að því, hvort hinar ýmsu merkingar hennar (t. d. þolmynd-
armerking, afturvirk, gagnverkandi, ,,inchoative“) væru í rauninni
skyldar (ættu einhvern „sértækan samnefnara“) setti hún upp djúp-
gerðir setninga (Sigríður Valfells 1970:553).35
Sigríður (1970:553-556) telur sömu djúpgerð liggja að baki setn-
inga á borð við Hann fann bókina, Bókin var fundin (af honum) og
Bókin fannst. Þó segir hún að þar sem valfrjálst er hvort gerandinn
er tilgreindur í þolmyndarsetningunni, sé gerandinn hins vegar ótil-
greindur í djúpgerð miðmyndarsetningarinnar. Sigríður virðist
telja stöðu gerandans þá sömu í djúpgerð miðmyndar og geranda-
lausrar þolmyndar, en það greini á milli að í djúpgerð miðmyndar-
setninga sé sagnliðurinn merktur -ástand, en merktur +ástand í
djúpgerð þolmyndarsetninganna. Þannig feli miðmyndin í Bókin
fannst í sér merkinguna „became“ eða „got to be“ en ekki „was“
(found) eins og í Bókin var fundin. Með hliðstæðum hætti telur Sig-
nður mega gera grein fyrir miklum fjölda miðmyndarsetninga, t. d.
Bókin selst vel, Hann þekkist auðveldlega.
Með því að gera ráð fyrir ótilgreindum geranda vill Sigríður
(1970:556-558) einnig skýra setningar eins og Glasið fylltist og
Hurðin opnaðist. Þær segir Sigríður að séu hliðstæðar setningum
með svokölluðum upphafssögnum (inchoative verbs) á -na, t. d. ís-
14 í kennslubókum Kress (1963:184-186, 1982:143-144) kemur ekki mikið nýtt
fram, helst að ýmsar miðmyndarsagnir merki að verknaðurinn sé mögulegur, t. d.
finnast, sjást, þvost, einnig í ópersónulegri notkun eins og mér finnst, sýnist. Ásetn-
ingsleysi miðmyndar er hér hins vegar hrært saman við annað.
35 Umfjöllun Dyviks (1980:92-100) um miðmynd í fornnorsku er nauðalík þeirri
hjá Sigríði Valfells.