Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 91
89
Mörk orðmyndunar og beygingar
2.2 „Lexikaliseraðar“ miðmyndarsagnir
2.2.1
Nú væri nærtækt að ætla að það réði úrslitum um stöðu miðmynd-
ar sem beygingarformdeildar, hvort í raun og veru megi finna ein-
hvern samnefnara allra notkunar- eða birtingarhátta eins og Sigríð-
ur Valfells reynir að gera. Reyndar hlýtur, eins og Sigríður
(1970:563-564) gerir sér ljóst, að verða einhver afgangur, sem ekki
fellur undir formúluna. Pannig eru m. a. til áhrifssagnir í miðmynd,
svo sem óttast, krefjast og annast. Slíkur afgangur þyrfti þó ekki að
vera frágangssök.
En jafnvel þótt finna megi slíkan samnefnara fyrir meginhluta
miðmyndar, er ekki þar með sagt að tengslin séu þess eðlis að þau
falli undir beygingu í þeim skilningi sem rakinn hefur verið hér að
framan. Samnefnari Sigríðar gefur mjög villandi mynd af frálegð
málkerfisins. Til að koma allri miðmynd inn í eina formúlu hefur
orðið að hafa inntökuskilyrðin svo rúm að þau eru uppfyllt í fjöl-
mörgum tilfellum þar sem er þó aldrei notuð miðmynd. Auðvelt er
að ganga úr skugga um það, að þeir flokkar sem kenndir hafa verið
við afturbeygilega og gagnvirka merkingu eru ekki virkir eins og
beyging, heldur eru meðlimir þeirra „lexikaliseraðir“, þ. e. þeir eru
sérstök les, sem læra verður hvert fyrir sig, þótt yfirleitt séu þau í
orðmyndunartengslum við germynd.
Til að tjá afturbeygilega merkingu er þannig yfirleitt ekki notuð
miðmynd, heldur afturbeygða fornafnið, t. d. raka sig en ekki
rakastd'’ Miðmyndarsagnir sem taldar hafa verið til afturbeygilega
flokksins hafa yfirleitt ekki hreina afturbeygilega merkingu, heldur
einhverja sérhæfðari merkingu, sem læra verður sérstaklega. Þann-
ig er t. d. setjast, leggjast ekki jafngilt setja sig, leggja sig almennt,
heldur táknar afmarkaðri tegund hreyfingar, setjast þannig að fá sér
sæti. Talað er um að setja aðra inn í mál, leggja aðra í hættu, en ekki
að *setjast inn í mál, *leggjast í hœttud1 Matast er líka allt annað en
M' Stundum er lítill merkingarmunur á germynd með afturbeygðu fornafni og
miðmynd: ineiða sig — meiðast, bíllinn festi sig — festist. Merking fyrri sagnarinnar
er slík að yfirleitt framkvæmir ekki gerandi þess háttar verknað viljandi á sjálfum sér
(en það er hið venjuiega skilyrði fyrir afturbeygðu fornafni). í seinna tilfellinu er bíll-
inn eiginlega persónugerður og því ekki eiginlegur gerandi.
17 Sagnirnar setjast, leggjast eru að vísu sérstakar fyrir það að þar helst verknað-
urinn að öllu leyti innan þeirrar persónu sem frumlagið vísar til, þannig að utanað-
komandi aðili getur ekki framkvæmt verknaðinn á henni, gagnstætt raka sig.