Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 92
90
Kjartan Ottósson
mata sig. Pær miðmyndarsagnir sem hafa nokkurn veginn hreina
afturbeygilega merkingu í samanburði við germynd, sagnir eins og
klœðast, vopnast, verður málnotandinn a. m. k. að gera sér grein
fyrir að séu til hver fyrir sig, og notkun þeirra hlítir sérstökum
venjum.
Nokkuð svipað má segja um þau dæmi sem talin hafa verið sýna
gagnvirka merkingu. Hið virka tæki til að tákna slíkt er orðasam-
bandið hver annan eða hvor annan: þeir rægðu hver annan, þeir
börðu hvor annan. Sumar miðmyndarsagnir sem settar hafa verið í
þennan flokk hafa sérhæfða merkingu og geta þá staðið í eintölu:
hann barðist drengilega, ég kvaðst á við fjandann. Hrein gagnvirk
merking er þó í ýmsum algengum sögnum, svo sem hittast, sjást,
kveðjast, heilsast, kyssast. Þetta er allalgengt í sagnarsamböndum
svo sem haldast í hendur, takast í hendur, eigast við, talast við. En
einnig í þessum flokki verður málnotandinn að læra hvert tilfelli
fyrir sig, ef ekki sérmerkingu miðmyndarinnar umfram gagnvirkn-
ina, þá a. m. k. að til sé miðmynd með gagnvirknimerkingu af hin-
um einstöku sögnum.
Þá hafa verið úrskurðaðir orðmyndunarfyrirbæri tveir merking-
arflokkar miðmyndar, sem allir þeir sem um málið fjalla hafa gert
ráð fyrir. Aðra flokka er minni samstaða um að setja upp. Þó er
gjarnan gert ráð fyrir þolmyndarmerkingu í miðmynd. Um hana er
fjallað í 4. kafla og sýnt að hún hefur ýmis einkenni beygingar, þótt
hún sé bundin ákveðnum stíltegundum. Hinn nafnlausi flokkur Ny-
gaards og Jakobs Smára er uppistaðan í því sem hér er kallað eigin-
leg miðmynd og er aðalviðfangsefni okkar hér. Um aðra hina minni
flokka sem sumir hafa sett upp er ljóst að þeir fela ekki í sér beyg-
ingu. Ég læt þó lesandanum eftir að ganga úr skugga um það á svip-
aðan hátt og hér hefur verið gert við afturbeygilega flokkinn og
gagnvirkniflokkinn.
Almennt virðist umfjöllun um merkingu miðmyndar hafa verið
undir sterkum áhrifum frá sögulegum skoðunarhætti. Það hefur
valdið því, að afturbeygilega og gagnverkandi flokknum, þeim
flokkum þar sem sögulegur uppruni miðmyndar er skýrastur, hefur
verið hampað langt umfram samtímalegt gildi þeirra. Jafnframt má
telja líklegt að þetta hafi lokað augum fræðimanna fyrir öðrum
merkingum miðmyndar, sumum þeim sem fjallað verður um hér á