Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 93
91
Mörk orðmyndunar og beygingar
eftir. Það að Nygaard valdi þriðja flokki sínum ekkert eiginlegt
heiti hefur einnig verið afdrifaríkt.
2.2.2
Áður en vikið er til þeirra merkingarflokka miðmyndar, sem fall-
ið geta undir beygingu, skal litið lítillega á þann hluta formlegrar
miðmyndar, sem ljóslega tilheyrir orðmyndun og hér verður kallað-
ur miðmyndarsagnir.
Margar hinna „lexikaliseruðu“ miðmyndarsagna skilja sig frá
„eiginlegri“ miðmynd og þolmyndarmiðmynd, sem hafa þolanda
sem frumlag, í því að frumlagið er hér gerandi. Þessar sagnir lýsa
einhverri athöfn frumlagsins, þær eru það sem Höskuldur Þráins-
son (1974) kallar virkar (sbr. Kjartan G. Ottósson 1986:249-250).
Stundum lýsa þær þó einhverri hugarstarfsemi frumlagsins. Flestar
eru hinar virku miðmyndarsagnir áhrifslausar.38
Allmargar miðmyndarsagnir eru þó áhrifssagnir, en algengast er
að þær lýsi huglægri afstöðu af einhverju tagi. Þær stýra þolfalli eða
eignarfalli eða taka með sér nafnhátt eða að-setningu. Meðal þeirra
má nefna: óttast, undrast, girnast, iðrast, minnast, krefjast, varast,
forðast, annast, ábyrgjast. Pá er allalgengt að miðmyndarsagnir séu
formlega séð áhrifslausar, en taki með sér í sagnarsambandi for-
setningu sem stýrir falli eða tekur með sér nafnhátt eða að-setn-
ingu, t. d. fylgjast með, búast við, leitast við.
Undir áhrifslausar miðmyndarsagnir falla m. a. afturbeygilegi og
gagnvirki flokkurinn, sem áður er um rætt. En áberandi margar
áhrifslausu sagnanna eru það sem e. t. v. mætti kalla einu nafni ein-
kunnarsagnir. Ýmist einkenna þær ákveðna hegðun án þess að
segja hver hinn áþreifanlegi verknaður er, t. d. glannast ‘hegða sér
eins og glanni’, eða þá þær lýsa eða leggja mat á það, á hvern hátt
einhver athöfn er framkvæmd, t. d. klöngrast, hírast. Stundum eru
mörkin hér á milli óljós, t. d. djöflast ‘hamast, eða hegða sér, eins
og djöfull’. Sérstaklega sagnir af sama tagi og glannast, þar sem
stofninn er nafnorð yfir geranda, eru algengar í mæltu máli og
stundum nýmyndaðar í slangri. En það gildir jafnt um einkunnar-
sagnir og aðra hina „lexikaliseruðu“ merkingarflokka, að læra
38 Nánar er fjallað um virkar miðmyndarsagnir hjá Kjartani G. Ottóssyni (hdr.),
einkum um beygingarleg og setningafræðileg atriði.