Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 94
92 Kjartan Ottósson
verður sérstaklega að þær séu til a. m. k., og stundum merkingu
þeirra líka.
Pað er afar algengt að ekki samsvari miðmyndarsögn nein sögn í
germynd. Það á m. a. við um flestar „einkunnarsagnirnar“. Og
jafnvel þótt til sé sögn í germynd sem samsvarar hljóðmynd mið-
myndarsagna, geta merkingartengslin verið svo fjarlæg, jafnvel lítil
sem engin, að málvitundin sér þau ekki, t. d. þrífa — þrífast.
Að Iokum skal lögð áhersla á, að hér hefur engin tilraun verið
gerð til að flqkka skipulega hinar „lexikaliseruðu“ miðmyndarsagn-
ir, enda fellur það utan við svið þessarar greinar. Umfjöllunin hér
hafði aðeins að markmiði að benda á, hve stór hluti miðmyndar er
„lexikaliseraður“.
3. „Eiginleg“ miðmynd
3.0
í þessum kafla og þeim næsta er fjallað um þá merkingarflokka
miðmyndar sem gert gætu tilkall til að kalla sig beygingarfyrirbæri,
nefnilega það sem hér er kallað „eiginleg miðmynd" (3. kafli) og
miðmynd í þolmyndarmerkingu af ákveðnu tagi (4. kafli).
Fyrst er nauðsynlegt til skilnings á því sem á eftir kemur að gera
stuttlega grein fyrir nokkrum þáttum í flokkun sagna eftir merkingu
(3.1). Um það efni hefur lítið verið skrifað hvað varðar íslensku
sérstaklega. Síðan (3.2) verður fjallað um það, hvað felst í „eigin-
legri miðmynd“. Lesandinn mun sjá að hin eiginlega miðmynd er
engin ný uppgötvun mín, heldur aðeins útfærsla á hugmyndum
Bruno Kress um „póleyðingu“. Eiginleg miðmynd er sett í sam-
hengi við aðrar myndir nútímaíslensku, germynd og þolmynd, og
hugað að því, hvað er líkt og hvað ólíkt. Ennfremur verður eiginleg
miðmynd sett í samband við almenna „týpológíu" sagnmynda, þar
sem hún kallast „anti-kásatíf“.
í 3.3 er fjallað um ýmis afbrigði eiginlegrar miðmyndar, hvernig
inntak stofns og beygingarendingar vinna saman í hinum ýmsu
merkingarflokkum sagna (3.3.1-3), drepið er á ópersónulega mið-
mynd (3.3.4) og fjallað um sagnir sem geta ekki staðið í eiginlegri
miðmynd (3.3.5).
3.1 Nokkrir merkingarflokkar sagna
Fremur lítið hefur verið fjallað á skipulegan hátt á prenti um