Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 95
93
Mörk orðmyndunar og beygingar
merkingarflokka sagna í íslensku sérstaklega.’9 Mikið hefur hins
vegar verið fjallað um þetta efni almennt í öðrum málum (sjá Kjart-
an G. Ottósson 1986 með tilvísunum).4" Hér fylgi ég prótotýpiskri
flokkun eins og hjá Kjartani G. Ottóssyni (1986) sem ég styðst
nokkuð við. Hér nægir að drepa á fáein grundvallaratriði sem koma
við sögu hér á eftir en haganlegra er að fjalla um í samhengi.41
Við flokkun sagna eftir merkingu er nauðsynlegt að ganga út frá
merkingu í einstökum tilfellum í raunverulegum yrðingum málsins.
Eitt og sama sagnarles getur sem best, eins og mörg dæmi munu
sjást um hér á eftir, haft það vítt merkingarsvið að það skiptist milli
flokka við sömu flokkun, jafnvel þótt kjarnamerking kunni að vera
alltaf hin sama. Pegar hér á eftir eru nefndar einstakar sagnir er
jafnan átt við einstaka notkun, en ekki sagnarlesið í heild. Einnig
verður vitaskuld að Iíta á sem eina heild (les) föst sagnarsambönd
með sérstaka merkingu (t. d. búast við, gera ráð fyrir).
Flestar sagnir fela í sér breytingu eða verðandi, og mætti kalla
þær verðandisagnir („dynamic verbs“). Þær má flokka nánar eftir
fjölda aðila (arguments) sagnarinnar, hvort þær eru áhrifssagnir
eða áhrifslausar o. s. frv., og eftir eðli aðildar þeirra, þ. e. hlut-
verkum aðilanna (valency roles, participant-roles, sjá Lyons
1977:481-500), hvort aðilinn er gerandi, þolandi o. s. frv.42 Nafn-
liðir þeir sem þjóna sem aðilar geta svo aftur verið margvíslegs
eðlis. Þeir geta t. d. vísað til áþreifanlegra hluta (maður, bók), eða
miður áþreifanlegra (háskóli, málvísindi, ást), hreinna „atvika“
(slátrun, sólarlag) og jáfnvel staðhæfinga (að jörðin sé flöt), svo
eitthvað sé nefnt (sbr. Lyons 1977:442-447). Þetta skiptir máli fyrir
það, hvort ákveðinn nafnliður samþýðist tiltekinni sögn. Til þess
getur þurft merkingarútvíkkun, jafnvel eins konar myndhvörf:
Flokkanir á merkingu sagna í íslensku eru helst hjá Höskuldi Þráinssyni (1974)
og Kossuth (1980) (reyndar fyrir fornmálið).
411 Ég hef ekki tekið tillit til sumra flokkana, svo sem þeirra hjá Dowty (1979) og
Vendler (1967), sem ganga aftur í Foley & van Valin (1984), þar sem þær taka ekki
tillit til sálfræðilegs veruleika og brjóta í bága við prótotýpukenninguna.
41 Upphaflega er margt af því sem segir í 3.1 komið frá Lyons (1977).
42 Til hinna ýmsu hlutverka aðilanna, sem venjulegt er í generatífri málfræði að
kalla „þematisk" hlutverk (thematic roles eða theta-roles) svara sértæk föll í hinni
svonefndu fallamálfræði (case grammar) (t. d. Fillmore 1977, Anderson 1971, 1977,
sbr. Dahl 1985/1979).