Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 97
95
Mörk orðmyndunar og beygingar
þess að hægt sé að greina skýr mörk eða stig. Áþreifanleiki breyt-
ingarinnar fer vitaskuld einnig eftir því hve áþreifanlegur þolandinn
er. Stundum er t. d. sama sögn notuð bæði í eiginlegri og yfirfærðri
merkingu, t. d. þyngja bagga — þyngja próf. Breytingin getur líka
verið mjög mis-varanleg, t. d. drepa, loka. Nærri þeim standa sagn-
ir sem fela í sér beina snertingu (surface contact), þótt hún hafi ekki
endilega áhrif á ástand andlagsins. Petta eru snertingarsagnir á
borð við strjúka, lemja, kyssa.
Meðal þeirra sagna sem eru minna miðlægar eru þær sem kalla
mætti sálarlífssagnir. Þær eiga það sameiginlegt með verknaðar-
sögnum, að við sögu koma sálarlífsfyrirbæri, sem í verknaðarsögn-
um er ásetningur. í sálarlífssögnum er sálarlífsþátturinn allt og
sumt, fyrirbærið nær ekki út í hlutveruleikann. Par sem hér er ekki
um áþreifanleg fyrirbæri að ræða eru þessar sagnir minni verðandi-
sagnir en þær áþreifanlegri, breytingarnar sem þær kunna að lýsa
skipta ekki svo miklu máli þegar þær eru ekki aðgengilegar öðrum
en þeim sem upplifir þær hið innra með sér.44 Sálarlífssagnir eru af
ýmsu tagi, svo sem hugsunarsagnir, íhuga, skynjunarsagnir eins og
sjá, og tilfinningasagnir, hrœða, þykja. í þessum sögnum er aðila-
gerðin bundin, gagnstætt því sem er í verknuðum, hér verður að
vera aðili sem upplifir (experiencer). Einnig eru til sagnir þar sem
ýmiss konar huglæg afstaða frumlagsins er ekki minni þáttur en það
sem gerist í efnisheiminum, t. d. hlýða, verja, eða gefa, þiggja,45
Annar flokkur sagna sem eru miður miðlægar eru óvirkar áhrifs-
lausar sagnir, eins og detta, deyja. Hér er frumlagið þolandi.
Meðal jaðarlægra sagna skulu aðeins nefndar ástandssagnir (stat-
ive verbs). Það sem þessar sagnir vísa til helst eins, samfellt og
óbreytt. Gjarnan lýsa þessar sagnir ástandi frumlagsins, t. d. lifa,
hanga, og eru þá merkingarlega náskyldar lýsingarorðum, en geta
líka lýst tengslum frumlagsins við eitthvað annað og tekið andlag,
svo sem eiga, rúma, yfirgnæfa. Undir þetta falla ýmsar sagnir sem
lýsa huglægri afstöðu, t. d. fyrirlíta.
Loks má árétta í framhaldi af umræðu um einkunnarsagnir meðal
miðmyndarsagna, að sagnir gegna í mismiklum mæli því hlutverki
44 Miller og Johnson-Laird (1976) hafa rökstutt ítarlega þá kenningu aðfyrirbæri
og hlutir sem maðurinn getur skynjað beint séu grunnstofninn í því sem talað er um
með hjálp tungumálsins.
45 Þetta á ekki síður við um ýmsar tjáskiptasagnir svo sem sverja.