Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Qupperneq 98
96 Kjartan Ottósson
að nefna það sem á sér stað, sumar lýsa fremur nánar hvernig
eitthvað gerist eða tjá mat mælandans á því, t. d. tóra, dúsa, remb-
ast við, hundskast. Sagnir af þessu tagi mætti nefna einkunnarsagn-
ir, en hafa verður í huga að oft er í slíkum sögnum jafnframt að ein-
hverju leyti hafður í huga einhver áþreifanlegur verknaður, þannig
að sagnir geta verið mismiklar einkunnarsagnir.
3.2 Staða anti-kásatífrar miðmyndar í myndakerfinu
Eiginleg miðmynd er einn liður í myndaandstæðu íslenskunnar,
þar sem hinir liðirnir eru germynd og þolmynd. Rétt er að hafa í
huga að ýmsar sagnir sem eru germynd að forminu til taka í raun-
inni ekki þátt í myndaandstæðunni, en eru taldar til germyndar þar
sem hún er hin ómerkta mynd. í málfræði fyrri alda voru slíkar
sagnir kallaðar hlutlausar (neutra). Þær sagnir eru margar, m. a.
allar óvirkar áhrifslausar sagnir, t. d. detta, en einnig ýmsar aðrar,
t. d. eiga, valda, vilja. Þessar síðastnefndu virðast þola illa þá um-
stokkun á þemagildi sem breyting á mynd felur í sér, eins og komið
verður að hér síðar.
Germynd má kalla „ómerkta mynd“ eða grunnmynd, þar er hinn
merkingarlega eðlilegi aðili í frumlagssæti (sbr. Kjartan G. Ottós-
son 1986). Á móti germynd má stilla því sem kalla má einu nafni
„þolandamynd“ (eða „umsnúnar myndir“), og tekur það yfir þol-
mynd og eiginlega miðmynd. Þar hefur gerandinn verið „leystur frá
störfum“ setningafræðilega séð og í prótotýpiskum tilfellum hefur
þeim aðila sem er í andlagssæti í germynd jafnframt verið lyft upp
í frumlagssætið. Af þeim sögnum sem taka umsnúningi geta nokkr-
ar aðeins staðið í miðmynd, svo sem heyra, sbr. 3.3.2, en margar
aðeins í þolmynd, m. a. þær sem tákna huglæga afstöðu, svo sem
fyrirlíta, álíta (sjá nánar síðar). Mikill fjöldi sagna getur þó staðið
hvort heldur sem er í miðmynd eða þolmynd.
Umsnúningurinn eða stöðuhækkun þolandans er sem sé það sem
miðmynd og þolmynd eiga sameiginlegt í prótotýpiskum tilfellum.
Þó er það ekki minna, sem greinir miðmynd og þolmynd að, þær
hafa gerólík hlutverk. Muninn á germynd, þolmynd og miðmynd
má skýra með hjálp dæmanna í (1).
(1 )a Maðurinn opnaði dyrnar
b Dyrnar voru opnaðar (viljandi) (af manninum)
c Dyrnar opnuðust (*af manninum) / (*viljandi)