Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 99
97
Mörk orðmyndunar og beygingar
Aðalhlutverk þolmyndar ((l)b) í íslensku er annars vegar að
losna við að nefna gerandann, hins vegar að gera þolandann að
„þema“ setningarinnar (sjá nánar Kjartan G. Ottósson hdr.). Jafn-
vel þótt geranda sé sjaldnast getið í þolmyndarsetningum er gert
ráð fyrir tilvist hans, eins og sést á því að slíkar setningar geta tekið
atviksliðinn viljandi.'Ah
í miðmynd er þáttur gerandans hins vegar þurrkaður út. Þar sem
fjöldi aðila helst óbreyttur í þolmynd, er í miðmynd hins vegar
kippt burt einum aðila í ákveðnum skilningi. Hver gerði það? er
fullkomlega eðlilegt andsvar við yrðingunni Dyrnar voru opnaðar,
en út í hött við yrðingunni Dyrnar opnuðust. í eiginlegri miðmynd
er sem sé ekki gert ráð fyrir eiginlegum geranda. í staðinn getur at-
burðurinn orðið af ýmsum orsökum, t. d. af sjálfu sér, af völdum
náttúruafla, fyrir röð tilviljana, óvart eða af óþekktum ástæðum,
eins og komið verður að hér von bráðar. Þannig er mengi miðmynd-
ar auðveldlegast lýst sem fyllimengi við mengi verknaða í þolmynd.
Af því atriði að miðmynd breytir aðilagerð sagnarinnar leiðir að
samsvörun hennar við germynd er ekki jafn náin og þolmyndar.
Alltaf er hægt að finna setningu í germynd sem samsvarar nákvæm-
lega tiltekinni setningu í þolmynd. Oft er þetta einnig hægt með
germynd og miðmynd, eins og í parinu Skriðuföll lokuðu veginum
— Vegurinn lokaðist (vegna skriðufalla). En í dæmum eins og Vatn-
ið síast inn í vegginn / niður í kjallarann er ekki hægt að finna sam-
svarandi setningu í germynd (*Slæmur frágangur síar vatn inn í
vegginn). Grunnmynd sagnarlessins er hins vegar til í germynd,
þótt ekki sé það í nákvæmlega þessum samböndum, og vert er að
gefa því gaum að það ræður úrslitum um stöðu miðmyndar sem
beygingarformdeild.47
í sérstökum tilfellum er reyndar hægt að nota miðmynd jafnvel
þótt eiginlegur gerandi sé að verki. Þetta á við þegar alveg er horft
burt frá þætti gerandans, m. a. þegar verknaðurinn er leystur upp í
46 Þetta veldur erfiðleikum fyrir hið svonefnda „projection principle" í Govern-
ment and Binding-kenningakerfinu, sbr. Kjartan G. Ottósson (handrit).
47 Samböndin síast inn / niður tel ég því ekki aflags-miðmyndarsagnir (depon-
entia), gagnstætt sögnunum í 3.3.6. Hérertiivist, merkingog mynd miðmyndarinnar
allt fyrirsegjanlegt samkvæmt almennri reglu, og það að germynd er ekki möguleg í
þessum sérstöku samböndum virðist hafa almennar inntaksbundnar skýringar. í
þessu sambandi er gengið út frá orðasafninu, ekki yrðingum málsins.