Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 100
98 Kjartan Ottósson
þætti og sumir þættirnir geta eins orðið án tilverknaðar geranda. Þá
er t. d. í stað (2)a notað (2)b.4K Dæmi (2)c gengur ekki (í sömu
merkingu og (2)a), vegna þess að með seinni setningunni er inn-
leiddur nýr gerandi.
(2) a Hásetinn steypti tunnunni í sjóinn
b Hásetinn ýtti við tunnunni og hún steyptist í sjóinn
c *Hásetinn ýtti við tunnunni og henni var steypt í sjóinn
Algengast er að sú verðandi sem sögn í eiginlegri miðmynd vísar
til verði af sjálfu sér eins og í (3), fyrir áverkan náttúruafla eins og
í (4)a, fyrir röð af tilviljunum eins og í (5)a, o. s. frv. Miðmynd má
einnig nota þegar einhver sem gæti svarað til geranda gerir eitthvað
óvart, og má þá nefna hinn hugsanlega (potential) geranda í for-
setningarlið með hjá, eins og í (6).
(3) Dyrnar opnuðust af sjálfu sér
(4) a Vegurinn lokaðist vegna skriðufalla
b Skriðuföll lokuðu veginum
(5) a Flokkurinn efldist við fráfall leiðtogans
b Fráfall leiðtogans efldi flokkinn
c Fráfall leiðtogans varð til að efla flokkinn
(6) a Það helltist niður mjólk (hjá Snorra)
b Snorri hellti (óvart) niður mjólk
Víkjum þá að því, hvers konar fyrirbæri hin eiginlega miðmynd
er meðal sagnmynda almennt. Kholodovich og félagar (1974) hafa
greint á milli þess sem þeir kalla „diathesis“ (diateza) og „voice“
(zalog). Undir „voice“ falla hefðbundnar myndir eins og þolmynd.
Undir „diathesis“ falla hins vegar fyrirbæri á borð við orsakarsagnir
(kásatífar sagnir), þar sem fjölda aðila er breytt. í orsakarsögnum
er sem sé bætt við aðilamengi grunnsagnarinnar aðila sem veldur
því sem grunnsögnin vísar til, t. d. í tyrknesku ölmek ‘deyja’,
öldurmek ‘deyða’. Einnig er til að gerandi sé felldur út, og kallast
það „and-orsakarsagnir“, anti-kásatífar sagnir, t. d. í rússnesku
lomat’ ‘brjóta’, lomat’s’a ‘brotna’ (Comrie 1981:160-161,
1985:325—326).49 Af því tagi er einmitt miðmynd í íslensku. Bæði í
48 Af (2)b kemur reyndar ekki ótvírætt fram hvort það hafi verið ætlun hásetans
að tunnan steyptist í sjóinn, þótt það sé eðlilegasta túlkunin.
49 Ekki er þó til anti-kásatíf díatesa sem beygingarfyrirbæri í rússnesku.