Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 101
Mörk orðmyndunar og beygingar
99
orsakarsögnum og anti-kásatífum er gert ráö fyrir að grunnsögnin
hafi ómerkta hljóðmynd, en afleidda „díatesan" sé merkt, yfirleitt
með sérstöku myndani.50
Leggja verður áherslu á að anti-kásatíf miðmynd er hér notað
sem venslabundið (relasjónellt) hugtak. Sem anti-kásatífa mið-
mynd tek ég þannig aðeins dæmi þar sem til er sögn í germynd með
nákvæmlega sömu merkingu, fyrir utan gerandleysið. Ýmsar sagnir
með -st, sem með nokkrum rétti mætti telja hafa sömu merkingu og
anti-kásatíf miðmynd, en vantar samsvarandi germynd, t. d. eldast
(sjá 3.3.6), get ég því ekki talið til anti-kásatífrar miðmyndar.
3.3 Anti-kásatíf miðmynd og afbrigði hennar
3.3.0
Nú skal litið nokkru nánar á það, hvernig sú útþurrkun geranda
sem í miðmynd felst lýsir sér í einstökum hinna mikilvægustu merk-
ingarflokka sagna. Það er lítillega mismunandi eftir merkingar-
flokkunum, eins og leiðir beint af samspili less og beygingarþáttar.
Gefin verða dæmi og reynt að velja þau sem fjölbreytilegust, en
leggja verður áherslu á að í fínustu flokkuninni er farið eingöngu
eftir merkingu í germynd; ekki kemur upp blæbrigðamunur í mið-
mynd umfram það. Einnig verður hugað að því, hvort allar sagnir
hvers flokks, sem merkingarlega ættu að geta það, geta staðið í
miðmynd. í því sambandi skal áréttað að það getur skipt miklu máli
á hvaða horn merkingarsviðs sagnarlesanna er litið. í ljós kemur að
mikilvægasta atriðið í skilgreiningu á paradigma, þ. e. hvort fyrir-
segjanlegt er hvort beygingarmynd er möguleg, er uppfyllt.
Við byrjum á þeim sögnum sem geta haft geranda í 3.3.1, athug-
um síðan hvernig þetta horfir við verðandisögnum án eiginlegs ger-
anda í 3.3.2, og loks við ástandssögnum í 3.3.3. í 3.3.4 er litið á
ópersónulega miðmynd. Síðan verður í 3.3.5 dregið saman hvaða
sagnir geta ekki staðið í miðmynd, ásamt skýringum á því. í 3.3.6
er, í nokkurs konar viðbæti, litið á aflags-miðmynd, þ. e. sagnir
sem aðeins eru til í miðmynd en hafa sömu merkingu og anti-kása-
tífar myndir.
50 Þetta gengur gegn þeirri kenningu sem sett hefur verið fram, að ekki sé notað
aðskeyti ef morfológiskt fyrirbæri brýtur gegn hinu svokallaða „projection prin-
ciple“, sbr. Kjartan G. Ottósson (handrit).