Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 102
100 Kjartan Ottósson
3.3.1 Verðandisagnir sem tekið geta geranda
Hér verður fyrst fjallað um breytingarsagnir, síðan um hreyfing-
arsagnir og þá um aðrar verðandisagnir sem tekið geta geranda.
Engin skýr mörk eru milli þeirra sagna, sem fela í sér breytingu á
einhverjum eðlisþáttum þolandans eða hreyfingu hans, þ. e. eigin-
legra áhrifssagna, og annarra sagna, þar sem þolandinn verður ekki
fyrir greinilegum áhrifum. Nokkru skýrari mörk eru hins vegar milli
sagna sem tekið geta geranda og annarra: það sem sameinar sagn-
irnar í þessum undirkafla er að ásetningur sá sem skilgreinir ger-
anda er mögulegur, og að stefna verðandinnar er með einhverjum
hætti frá germyndarfrumlaginu til andlagsins.
í breytingarsögnum má segja að inntak miðmyndar sé fyllst. Hér
felst í miðmynd að þolandinn verður ekki samur eftir sem áður,
miðmynd hefur þannig merkingarþátt, sem táknar niðurstöðu
(„resúltatífan" þátt, sbr. Comrie 1981:112-114).51 Reyndar má
segja að miðmynd taki hér þennan merkingarþátt með nokkrum
hætti í arf frá germynd. f germynd fellur þessi niðurstöðuþáttur í
skuggann af verðandiþættinum, þ. e. í prótotýpiskum tilfellum ger-
andanum og verknaði hans. Eegar gerandaaðilanum og því sem
honum fylgir er kippt burt eru áhrifin á þolandann það sem mest er
áberandi af því sem eftir stendur.
í íslensku er ekki til fullkomlega reglulegt tæki til að tjá ástand
þolandans eftir breytingu. Oft má nota lýsingarhátt þátíðar til þess,
en hann felur oftast í sér tilverknað geranda. Stundum felst þó ekki
verknaður í lh. þt., t. d. skemmdur, brotinn, og stundum má lýsa
ástandi þolandans eftir atvikið með lýsingarorði, t. d. fullur.
(7) a Vindurinn skemmdi stöngina
b Stöngin skemmdist
c Stöngin er skemmd
(8) a Regnið fyllti bakkann
b Bakkinn fylltist
c Bakkinn er fullur
Breytingarsagnir sem staðið geta í miðmynd eru í sjálfum sér
mjög fjölbreytilegar að merkingu. Hér skulu aðeins nefnd nokkur
dæmi, sem sýna hve miðmynd leggur til lítinn hluta af heildarinn-
51 Hreyfingarsagnir geta einnig faliö í sér ákveðna breytingu, en það verður tekið
fyrir hér síðar.