Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Qupperneq 103
101
Mörk orðmyndunar og beygingar
taki beygingarmyndanna, stærsti hlutinn kemur frá sagnarlesinu.52
Meðal áþreifanlegustu breytingarsagna má nefna lengjast, þynnast,
þyngjast, lýsast, þar sem sögnin felur í sér breytingu á mælanlegum
eiginleikum þolandans, aðrar eru óáþreifanlegri eins og auðgast,
vandfýsnari á frumlag eins og opnast, eða fela í sér annan aðila auk
þolanda, t. d. fyllast, þekjast. Ýmsar sagnir eru nokkuð almennrar
merkingar, t. d. eflast, aukast, margfaldast, eða lagast, þróast.
Óhlutbundna aðila taka einnig sagnir sem tákna upphaf eða endi
starfsemi o. þ. h., svo sem hefjast, leggjast niður.
Sumar sagnir tákna almennan skaða af einhverju tagi, t. d.
skaddast, skemmast, meiðast, og skyld því eru dæmi á borð við sag-
ast sundur. Aðrar sagnir tákna eyðingu eða umbreytingu, t. d. tor-
tímast, splundrast, leysast upp, malast. Frekar er að vænta eyðing-
arsagna en sköpunarsagna í miðmynd, því eyðing er miklu einfald-
ara ferli, og getur frekar orðið án einbeitts tilverknaðar geranda.
Sköpunarsagnir í miðmynd eru gjarnan almennrar merkingar, t. d.
myndast, skapast,53
Sumar af algengustu breytingarsögnunum eru ekki til í formlegri
miðmynd. Hér er nefnilega fullt eins algengt, og e. t. v. algengara
á sumum merkingarsviðum, að í stað miðmyndar séu notaðar „in-
kóatífar“ no-sagnir, t. d. kæla — kólna, dekkja — dökkna, brjóta —
brotna. Enn aðrir möguleikar eru til, svo sem sterkar sagnir sam-
svarandi afleiddum í7a-sögnum: sprengja — springa, eða sagnir sem
geta verið bæði áhrifssagnir og áhrifslausar: hœkka e-ð — e-ð
hœkkar, fjölga e-u — e-u fjölgar. En um þetta verður fjallað sér-
staklega í 3.3.5, og færð rök að því að líta megi á na-sagnir og aðra
þá tjáningarmöguleika sem getið var um hér að ofan sem sérstaka
beygingarflokka innan marka merkingarlegrar, þ. e. anti-kásatífr-
ar miðmyndar. Sé það gert, virðast yfirleitt allar breytingarsagnir
sem þola þá útþurrkun geranda sem miðmynd felur í sér, geta stað-
ið í miðmynd.
52 Breytingarsagnir þær sem staðið geta í miðmynd eru ýmist dvalarsagnir (dúra-
tífar) eða ekki. Þannig getur t.d. auðgasi táknað að ‘verða auðugur’ eða ‘auðugri’,
fyllast táknar að ‘verða fullur’, lengjast að ‘verða lengri’. Þolandinn getur þannig tek-
ið á móti áhrifum nokkurn tíma samfleytt.
53 Hér er reyndar komið út fyrir þær sagnir sem á erlendum málum hafa verið
kenndar við „affected object“ („affiziertes Objekt“) og inn á það svið sem kennt er
við „object of result“ („effiziertes Objekt“).