Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 104
102 Kjartan Ottósson
Sé þá vikið að hreyfingarsögnum, er greinilegur blæbrigðamunur
á merkingu miðmyndar af slíkum sögnum og breytingarsögnum. Sá
munur er í sjálfu sér „tekinn í arf“ frá germyndinni, en kemur skýr-
ar fram í miðmynd. í hreyfingarsögnum er sumsé ekki sá niður-
stöðuþáttur sem er í breytingarsögnum, aðeins áhrifaþátturinn
„hreyfing“. Jafnvel hreyfingarsagnir sem fela í sér breytingu á legu
eða afstöðu (óríenteringu) þolandans að sjálfri hreyfingunni lok-
inni, t. d. fœrast, lyftast, snúast, virðast skarpt aðgreindar frá sögn-
um sem snerta eðlisþætti fyrirbærisins sjálfs. Hér er yfirleitt ekki
unnt að lýsa niðurstöðu með lýsingarorði eða lýsingarhætti eins og
oft er hægt í breytingarsögnum, jafnvel þar sem breyting felst í
sögninni: Steinninn er ?hreyfður, *fœrður, *lyftur, ?snúinn.M
Oft vara áhrif hreyfingarinnar aðeins meðan hún stendur yfir,
t. d. hristast, sveiflast. Ekki er síður lýst hætti hreyfingarinnar, t. d.
mjakast, þokast, þeytast, sveiflast, spýtast,55 en stefnu hennar, t. d.
hristast, snúast, lyftast, hvolfast. Einhver annar þátttakandi felst í
vefjast, vindast (um). Hreyfingarsagnir eru stundum myndaðar af
öðrum sögnum með hjálp sagnaragna, og geta þær líka staðið í
miðmynd, t. d. síast niður.
Meira eða minna sértækur hreyfingarþáttur er innifalinn í mörg-
um sögnum. Hér má nefna nokkur dæmi úr skýrari flokkunum.
Sumar sagnir fela í sér samruna þolandans við eitthvað annað eða
klofning úr öðru og þar með hreyfingu af ákveðnu tagi, t. d. sam-
einast, blandast,56 bætast við, stimplast inn, eða á hinn bóginn skol-
ast úr. Hreyfing felst líka í sögnum sem tákna snertingu (surface
contact) svo sem strjúkast við, rekast í / á, en um það ræðir nánar
síðar. Klofningur fyrir áhrif snertingar felst í strjúkast af. Enn sér-
tækari eru sagnir sem tákna að mengi þolenda kemur saman á einn
stað, t. d. safnast, hlaðast upp, tínast saman, eða fer af einum stað
á fleiri, t. d. breiðast út, dreifast. í þessum sögnum sem hafa í sér
hreyfingarþátt þarf oft að nota sagnaragnir til að gera sagnarlesin
nákvæmari, eins og dæmin sýna.
54 Hreyfður um ljósmynd er frekar lýsingarorð (lexikaliseraður lýsingarháttur)
en eiginlegur lýsingarháttur, og sérmerking þessa orðs snertir eiginleika myndarinn-
ar sjálfrar, ekki legu í rúmi.
55 Það getur verið mjótt á munum milli slíkra sagna og einkunnarsagna.
56 Sameinast og blandast geta líka haft ákveðna óvirka gagnskiptimerkingu:
Vökvarnir blönduðust.