Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 106
104 Kjartan Ottósson
ingarsögnum er það vel að merkja yfirleitt aldrei það sem er snert
sem birtist sem þolandi í miðmynd,5'' jafnvel þótt snertingin verði
ekki fyrir ásetning, sbr. (1 l)b, heldur sá aðiiinn sem gegnir hlut-
verki verkfæris, eins og í (9)b og (10)b. Hér mætti ímynda sér að til-
hugsunin um hið hreyfða verkfæri sé svo áleitin að hún hindri þann
aðilann sem er minni þolandi, það snerta, í að verða frumlag í
miðmynd.
(9) a Óli rak tána í steininn
b Táin rakst í steininn
(10) a Vindurinn sló hamrinum í steininn
b Hamarinn slóst í steininn
(11 )a Vindurinn strauk kinn hans
b *Kinn hans straukst
Hvað varðar tilfinningasagnir mætti láta sér detta í hug að líta á
tilfinningaástand sem hvern annan eiginleika frumlagsins á borð við
eðlisþátt, legu, hreyfingu, eða ýmiss konar ástand."" í framhaldi af
því mætti þá ímynda sér að sagnir sem táknuðu að koma einhverj-
um í eitthvert tilfinningaástand lytu sömu lögmálum og eiginlegar
áhrifssagnir, en svo er þó ekki. í rauninni er, eins og drepið var á í
3.1, grundvallarmunur á því sem hver sem er getur skynjað og því
sem bundið er við sálarlíf „upplifandans“ (experiencer). Þessi mun-
ur kemur glöggt fram í tungumálum. Ef litið er til sagna sem tákna
að koma einhverjum í eitthvert tilfinningaástand, er það sérstætt,
að hinn ytri aðili getur ekki komist beint inn í sálarlíf „upplifand-
ans“. Germyndarfrumlagið er hér gjarnan orsök frekar en gerandi,
og um það er að ræða, hvernig „upplifandinn" bregst við ytri að-
stæðum, því hann hefur nokkurt vald á tilfinningum sínum.'’1 Það
leiðir einnig af óáþreifanleika tilfinningasagna að þær hafa tilhneig-
59 Petta er þó til, ídæmum einsogSteinninn nuddaðist, sem Höskuldur Þráinsson
benti mér á.
611 Það mætti hugsa sér að um ýmis sálarlífsfyrirbæri sem verða án ásetnings mætti
þannig nota miðmynd, t. d. adhugsun hugsaðist, en þaðerekki hægt (hér er t. d. tal-
að um að detta eitthvað í hug í staðinn). Þetta stafar að líkindum af þeirri sérstöðu
sálarlífssagnasem fjallaðer um hér á eftirog kemur fram í óregluleika miömyndar.
61 Þannig er af buga ekki síður notað láta bugast en bugast (og aðeins er til láta
hugfallast).