Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 107
Mörk orðmyndunar og beygingar 105
ingu til að verða ástandssagnir. Þannig táknar gleðjast ekki aðeins
‘verða glaður’ heldur einnig ‘vera glaður’/’2
Merkingarleg sérstaða tilfinningasagnanna gagnvart eiginlegum
áhrifssögnum endurspeglast í því að þær fylgja ekki alveg munstr-
inu frá venjulegum áhrifssögnum hvað varðar myndaandstæðuna,
heldur er hér nokkuð um lexíkaliseringu. Þannig er til reiðast, reita
til reiði / *reiða, vera reittur til reiði / *vera reiddur. Þrátt fyrir sér-
stöðu tilfinningasagna geta þó ýmsar þeirra staðið bæði í miðmynd
og þolmynd, svo sem laða að, styggja, fcela, trylla, æra, espa, kæta.
Hin óglöggu mörk í tilfinningasögnum gagnvart ástandssögnum
koma fram í því að stundum er miðmynd nánast eina umsnúna
myndin með verðandimerkingu, en þolmynd hefur fyrst og fremst
ástandsmerkingu: heilla — heillast— vera heillaður, hrífa — hrífast
— vera Itrifinn, að einhverju leyti spæla — spælast — vera spœldur,
þótt mér þyki eðlilegra að segja verða spældur en spœlast.6' En sem
sagt, óregluleiki myndaandstæðunnar í tilfinningasögnum verður
ekki notaður sem mótrök gegn beygingareðli miðmyndar.
3.3.2 Verðandisagnir sem geta ekki tekið geranda
Verðandisagnir sem geta ekki tekið eiginlegan geranda falla í tvo
skýrt aðgreinda flokka með tilliti til miðmyndar. Flokkana mætti
kalla annars vegar árangurssagnir og hins vegar mótstefnusagnir. í
mótstefnusögnum er stefna verðandinnar gagnstæð því sem venju-
legast er, í átt til frumlagsins, og undir það falla skynjunarsagnir og
sagnir á borð við/á.
Þegar eiginlegur gerandi er útilokaður sem aðili sagnar ætti mið-
mynd merkingarlega að vera eina mögulega umsnúna myndin. Þar
sem þolmynd og miðmynd eru ekki í andstöðu hér skiptir þó í sjálfu
sér ekki máli hvort notuð er þolmynd eða miðmynd, og samkvæmt
málhefð er höfð þolmynd í sumum tilfellum.64
Arangurssagnir eru á mörkunum gagnvart verðandisögnum með
1,2 Þarna er söguleg rót þess að stór hluti áhrifssagna í hópi miðmyndarsagna er
sálarlífssagnir, sjá um áhrifssagnirnar Kjartan G. Ottósson (hdr.).
w Sérstæð er fipa, Ordabók Menningarsjóðs hefur honum fipaðist í rœðunni.
w Dæmi á borð við Sén kometa (þ. e. ‘séð halastjarna') sem algeng eru í fornum
annálum en nú eru óeðlileg (sást halastjarna væri það eðlilega) gætu bent til að betra
samræmi væri að komast á við merkinguna í þessu tilliti. Mér er líka nær að halda að
nýmyndanir séu að öðru jöfnu notaðar í miðmynd, en ekki þolmynd, sbr. fattast.