Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 108
106 Kjartan Ottósson
geranda. Oft er það nefnilega ekki að öllu leyti á valdi geranda að
leiða athöfnina til lykta, heldur getur hann áðeins sýnt viðleitni,
t. d. ná, veiða, innheimta, selja, hemja, bjarga. Hins vegar getur
viðleitnin verið svo ríkur merkingarþáttur í einstökum tilfellum, að
hún réttlæti notkun þolmyndar, eins og í (13)b.
(12) a Lambið náðist ekki
b *Lambinu var ekki náð
(13) a Allt fólkið bjargaðist úr brunanum
b Öllu fólkinu var bjargað úr brunanum
Mótstefnusagnir eru skýrar afmarkaðar frá sögnum með ger-
anda. Þetta eru skynjunarsagnir, og sagnir á borð við fá.
í skynjunarsögnum dugir ekki ásetningurinn eða viðleitnin ein,
„skynjandinn“ hefur takmarkað vald á skynjun sinni. Um viðleitni
til skynjunar eru líka til aðrar sagnir, svo sem líta á, horfa á, hlusta.
Ýmsar skynjunarsagnir geta staðið í miðmynd, svo sem sjást, heyr-
ast, finnast, þekkjast, skiljast. Heyrt hef ég tókst eftir, en ekki er það
mitt mál, heldur vera tekið eftir. Önnur dæmi, þar sem skynjunin er
flóknari, eru mœlast, greinast, fréttast. Skynjunarsagnir eru reyndar
merkingarlega á mörkunum við ástandssagnir: þegar ég er búinn að
koma auga á hundinn held ég áfram að sjá hann.
Undir mótstefnusagnir falla einnig ýmsar sagnir sem tákna að
germyndarfrumlagið fékk andlagið með einhverjum hætti, andlag-
ið komst í eign eða undir yfirráð þess, svo sem fást, hljótast. Skylt
ofannefndum sögnum er finnast, og öfugt týnast. Andstæður fangs-
sagnanna eru t. d. glatast, tapast, en reyndar eru óglögg mörk milli
þeirra og týnast.
Bæði ýmsar þessara síðarnefndu sagna og ýmsar skynjunarsagnir
eru gjarnan notaðar til að tákna einhvers konar möguleika, gjarna
hafinn yfir tíma, sem hægt er að bera sig eftir:
(14) Esjan sést frá Reykjavík
(15) Rúllurnar fást í Radíóbúðinni
Einkenni mótstefnusagna er að yfirleitt er alltaf notuð miðmynd en
ekki þolmynd nema e. t. v. helst þegar gerandinn er nefndur:
(16) a Ameríka fannst árið 1000
b ?Ameríka var fundin af Þorfinni karlsefni