Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 109
107
Mörk orðmyndunar og beygingar
Sagnir geta verið mismiklar mótstefnusagnir, og sumar eru það
aðeins að tiltölulega litlum hluta. Þannig er t. d. þolmynd eðlileg af
mœla, greina, því þar er viðleitni svo ríkur merkingarþáttur, en
ekki aifrétta, heyra. í dæmum á borð við Hér er Esjan séð úr norðri
er það á hinn bóginn frekar ástandsþátturinn sem gerir þolmynd
mögulega en ásetningur, þótt slíkur þáttur sé einnig mögulegur
(hvaða sjónarhorn áhorfandinn kýs sér).
3.3.3 Miðmynd af ástandssögnum
í ástandssögnum er vart um að ræða eiginlega verknaði, því yfir-
leitt felur verknaður í sér einhverja verðandi. Aðalmunurinn á um-
snúnu myndunum af ástandssögnum er að í þolmynd getur falist
huglæg afstaða frumlagsins, eins og í hata, sem ekki er mögulegt í
eiginlegri miðmynd. Þetta virðist helgast af sálarlífsþættinum
„ásetningi“ í verknuðum. Almennt koma ástandssagnir fremur
sjaldan fyrir í miðmynd, frekar einstök dæmi sem málnotandinn
verður þá líklega að læra sérstaklega. Ástæðulaust er að fjalla mik-
ið um ástandssagnir hér, þar sem þær eru svo jaðarlægar.
Til að ástandssagnir geti staðið í miðmynd, verða þær yfirleitt að
hafa a. m. k. tvo aðila. Þær lýsa þá ýmiss konar afstöðu milli frum-
lags og andlags, oft ákvarðar frumlagið andlagið með einhverjum
hætti, og hvaða aðili er frumlag fer eftir því, frá hvaða sjónarhóli
sagnarviðfangið er séð. Dæmi eru rúmast, tengjast, skiptast, af-
markast, einskorðast, felast í, (endur)speglast.
Eins og áður var getið (3.1) felur oft aðeins hluti merkingarsviðs
sagnar í sér ástand, en að öðru leyti felur það í sér verðandi, t. d.
tengja rafmagnið, en Brúin tengir tvo borgarhluta. Þetta kemur
einnig fyrir í miðmynd: Bandið skarst inn í holdið — Vík skerst inn
í landið. Stundum er þolmynd að nokkru verðandimerkingar (þá
sem verknaður) en miðmynd táknar ástand: Athygli manna beinist
að leikunum — Athyglinni er beint að leikunum eða Borðinu var
hallað — Borðið hallast. Verðandi felst í hlykkja sig en vart í
hlykkjast.h5
Fyrir kemur að með ástandssögnum í miðmynd er sá aðili sem er
frumlag í germynd tjáður með a/-lið:
65 Önnur dæmi eru Hárið liðaðist um herðar henni, eða jafnvel Vöðvarnir hnykl-
uðust undir þröngri skyrtunni (þegar lýst er vaxtarlagi en ekki áreynslu).