Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 110
108 Kjartan Ottósson
(17) a Ættjarðarást einkennir verk skáldsins
b Verk skáldsins einkennast af ættjarðarást
Önnur fullgild dæmi eru afmarkast af Petta helgast afþví, að . . .,
en oft hljóma slíkar setningar dálítið einkennilega og eru vafageml-
ingar, t. d. Dalurinn lokast af Háfelli í suðri.
3.3.4 Ópersónuleg miðmynd
Miðmynd er stundum notuð ópersónulega, þ. e. án frumlags í
nefnifalli. Oft er þó um að ræða það sem kalla mætti hálf-ópersónu-
lega notkun, þar sem grunnsögnin hefur að vísu tvo aðila, en annar
er (yfirleitt) andlag forsetningar, eins og í (18).w’ Þegar anti-kásatíf
miðmynd er hins vegar ópersónuleg í þrengri skilningi, er stundum
skotið undan valfrjálsu germyndarandlagi eins og í (19), þ. e. aðila
sem ekki þarf að nefna frekar en vill einu sinni í germynd, og
stundum, en þó sjaldan, tekur sögnin ekki með sér andlag af neinu
tagi (20).
(18) Það brettist upp á kragann
(19) Það helltist niður
(20) Vonandi semst í nótt
Það er tiltölulega sjaldgæft að eiginlegar áhrifssagnir sleppi frum-
lagi í miðmynd, enda eru áhrifin á þolandann kjarni merkingarinn-
ar. Þó er það til af sögnum sem sleppt geta andlagi, t. d. Pað helltist
niður. Dæmi eru þess að aðrar verðandisagnir vanti frumlag í
miðmynd, t. d. Nú hittist illa á, Pað veiðist / heyjast vel, eða Pað sést
vel út yfir flóann, þar sem staðaratviksliðurinn gegnir að nokkru
hlutverki andlags sagnarinnar/’7
66 Sagnarsambönd með forsetningum samsvara oft merkingarlega sögnum sem
stýra andlagi. En þar sem andlag forsetningar getur ekki orðið frumlag í umsnúnum
myndum í íslensku (gagnstætt „pseudo-passive" í ensku) er aðeins ópersónuleg mið-
mynd möguleg af slíkum sögnum. Þessi sagnarsambönd geta hvað merkingu snertir
verið eiginlegar áhrifssagnir, t. d. Það brettist upp á kragann, Það kvistaðist úr altar-
inu, eða aðrar verðandisagnir, t. d. Það hefst uppi á honum, Það rœðst ekki við þá.
Hálf-ópersónulega miðmynd má einnig kalla það þá sjaldan sem germyndarandlagið
er aukasetning, t. d. Það fréttist að hún vœri farin, því slíkir aðilar eru ekki fullgild
frumlög.
67 Ónefnd er sérhæfðari notkun ópersónulegrar miðmyndar með geranda í þágu-
falli og yfirleitt háttaratviksorði, t. d. Honum talaðist vel. Oftast er um það að ræða,
að einhverjum tókst eitthvað svo og svo vel eða illa, en stundum er önnur merking,
t. d. Okkur talaðist svo til, eða Honum sagðist svo frá. Þetta er lexikaliserað, föst