Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Qupperneq 112
110 Kjartan Ottósson
um eru þetta sagnapörin sprengja — springa, brenna (brenndi) —
brenna' (brann), sökkva (sökkti) —sökkva (sökk). Reyndar má hér
yfirleitt líta svo á, að áhrifslausa sögnin sé grunnsögnin í sagnapar-
inu, en það þarf ekki að koma í veg fyrir að þessi flokkur sé talinn
sérstakur beygingarflokkur anti-kásatífrar miðmyndar.69
f»á hefur germynd nokkurra algengra sagna jafnframt miðmynd-
armerkingu. Einkum eru þetta sumar sagnir með viðskeytinu
-(k)ka-: minnka, stœkka, hækka, lækka, en líka enda, hætta (hœtta
leik — leikurinn hœtti). Einnig eru ýmsar sagnir sem í eiginlegri ger-
mynd eru persónulegar, notaðar ópersónulega í miðmyndarmerk-
ingu, t. d. Ijúka námi — námi lauk (sbr. Zaenen & Maling 1984).
Þetta má einnig telja sérstakan beygingarflokk miðmyndar, með
„núll-myndani“.
3.3.6 Viðbætir: aflags-miðmynd sem táknar gerandleysi
Sú breyting sem í breytingarsögn felst er stundum þess eðlis, að
hún verður yfirleitt aldrei fyrir beinan tilverknað geranda, og er
sögnin þá yfirleitt ekki til í germynd, heldur aðeins í miðmynd7".
Þetta á m. a. við um sagnir sem lýsa náttúrlegum framgangi ævinn-
ar: stálpast, fullorðnast, reskjast, eldast, eða ferli sem því fylgir:
hœrast, ennfremur nokkrar um andlát: andast, látast, sálast. Þá eru
ýmsar sagnir sem tákna ýmis náttúrleg ferli, svo sem fiðrast,
veðrast, upplitast, gerjast (sbr. láta gerjast). Nokkrar tákna afturför
af ýmsu tagi: úrkynjast, veslast upp, úrættast. Þá eru nokkrar sagnir
sem eiga við ýmis fyrirbæri mannlífsins, tilfinningar eins og örviln-
ast, firtast, eða líkamlegt ástand, svo sem kvefast, horast. Nefna má
og strjálast, nálgast, fjarlægjast (um að færast fjær). Tilviljun er inn-
gróinn merkingarþáttur í slæðast (með o. s. frv.), rætast. Fyrir
kemur að leiddar eru út miðmyndir af lýsingarorðum, t. d. rútíner-
ast af rútíneraður, bilast af bilaður (þ. e. á geðheilsu), brjálast af
brjálaður. í ýmsum aflagssögnum miðmyndar (eða hálf-aflagssögn-
um, sjá um þær von bráðar), sem ekki hafa jafn ljósa sögu, gilda
69 Það er ekki svo óalgengt að beygingarþáttur sem þegar á heildina er litið kem-
ur sjaldnar fyrir en „gagnstæður" þáttur, og er m. a. þess vegna „merktur", er ein-
dregið sjaldgæfari í einstökum orðum. Þannig eru ýmis nafnorð algengust í fleirtölu
merkingar sinnar vegna, t. d. foreldrar.
7" Fyrir kemur að í stað germyndar er notuð umritun, t. d. láta gerjast, lita (mála
o. s. frv.) gráan.