Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 113
111
Mörk orðmyndunar og beygingar
sömu tengsl við lýsingarhátt eða lýsingarorð, t. d. efnaður — efnast,
dasaður — dasast. Aflags-miðmynd kemur einnig fyrir af ástands-
sögnum, t. d. kvíslast, liðast.
Sumar sagnir eru af merkingarlegum ástæðum algengari í mið-
mynd en samsvarandi germynd. Af nokkrum sögnum, „hálf-aflags-
sögnum“, er germynd aðallega til á orðabókum, eins og dasa, ör-
magna, villa (samsvarandi villast), fara (sér), manna (sig). Þá eru
nokkrar sagnir sem algengar eru í miðmynd yfirleitt aðeins notaðar
með afturbeygða fornafninu í germynd, einnig af merkingarlegum
ástæðum, t. d. megrast — megra sig, grennast — grennasig.
Samsvarandi „aflagssagnir“ eru einnig til af na-sögnum, svo sem
flagna, fúna, hrörna, og hálf-aflagssögn er svitna (sveita er orða-
bókarsögn). Litarsagnir eru yfirleitt aðeins til sem /za-sagnir, t. d.
grána, blána (þó er til sverta — sortna, auk dekkja og lýsa).
4. Miðmynd í þolmyndarmerkingu
Formleg miðmynd er stundum notuð í eindreginni þolmyndar-
merkingu, þ. e. gert er ráð fyrir aðild geranda. Yfirleitt er þessi
notkun ekki jafngild venjulegri þolmynd, heldur felst jafnframt í
henni háttarmerking af ákveðnu tagi. Jafnframt hefur miðmynd í
þolmyndarmerkingu ákaflega merkt stílgildi, einkennir stofnana-
og verslunarmál, og er yfirleitt framandi venjulegu mæltu máli.
Barist er gegn þessari notkun af hálfu málvöndunarmanna.
Þolmyndarmiðmynd er e. t. v. algengust í nafnhætti með sögn-
um eins og eiga, þurfa, verða, t. d. Fundurinn þarf / verður / á að
auglýsast vel og Fundurinn átti að haldast daginn eftir. Þarna þykir
betra að nota germynd með kjarnafærðu andlagi: Fundinn þarfað
auglýsa vel. Þolmyndarmiðmynd kemur einnig fyrir, þótt miklu
sjaldnar sé, í öðrum samböndum þar sem annars yrði að nota sam-
setta þolmynd: Kaflinn er verður að prentast í heild, sbr. Bókin er
þess verð að vera lesin. í tilfellum sem þessum er ekki rætt um ein-
staka raunverulega atburði, heldur eitthvað sértækara, nauðsyn,
skyldu, ætlun o. fl.
Þolmyndarmerking miðmyndar er einnig algeng í viðtengingar-
hætti nútíðar þar sem ræðir um skyldu, fyrirmæli eða því um líkt, og
er viðtengingarhátturinn oft nokkuð jafngildur nafnhætti með
hjálparsögn: Allar vörur staðgreiðist / eiga / verða að staðgreiðast.
Algengt er að viðtengingarháttur í miðmynd sé notaður í leiðbein-