Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 114
112 Kjartan Ottósson
ingum í stað boðháttar af áhrifssögnum, t. d. Geymist á köldum
stað, Bakist við vœgan hita. Viðtengingarhátturinn er ekki jafn
valdsmannslegur og persónulegur og boðháttur, og komist er hjá
því að gera upp á milli eintölu og fleirtölu þar sem talað er til
margra í einu en þó hvers í sínu lagi („distribútíft").
Við ber, að þolmyndarmiðmynd sé notuð í framsöguhætti nútíð-
ar. Stundum er þá merkingin nokkurn veginn sú sama og í viðteng-
ingarhætti: Petta borgast strax. En stundum er um að ræða almenn-
ar ákvarðanir, starfsreglur o. þ. h.: Selst ódýrt, Inneignarvextir
greiðast ekki af barnabótum.
Þolmyndarmiðmynd er þannig algengust í nafnháttarsambönd-
um og viðtengingarhætti nútíðar og stundum notuð í framsöguhætti
nútíðar. Hins vegar er hún sjaldan notuð í þátíð, fyrst og fremst
vegna þess að þátíð er oftast notuð um áþreifanlega atburði eða
ástand.
Að sumu leyti er þolmyndarmiðmynd minni takmörkunum háð
en eiginleg miðmynd. Flestar sagnir geta merkingar sinnar vegna
tekið þeim umsnúningi sem í þolmynd felst, miklu fleiri en í eigin-
legri miðmynd, og hér eru engar undantekningar á borð við na-
sagnir þar. Hins vegar er notkun þolmyndarmiðmyndar mjög tak-
mörkuð vegna merkingarsérhæfingar og stílgildis.
Það kemur vel heim við jaðarstöðu þolmyndarmiðmyndar að
gagnstætt því sem er í eiginlegri miðmynd er hér ekki séð fyrir því
hvernig fara skal með germyndarandlag í öðru falli en þolfalli. í eig-
inlegri miðmynd samsvara einnig germyndarandlög í þágufalli ætíð
frumlagi í nefnifalli. í þolmyndarmiðmynd er tæpast hægt að nota
sagnir af því tagi: lUmsóknir skilist fyrir 28. mars. Hér virðist tog-
ast á fyrirmyndir úr eiginlegri miðmynd (nefnifall) og úr þolmynd,
sem er sömu merkingar og lætur þágufall haldast: Umsóknum var
skilað.
Þess skal að lokum getið, að fyrir kemur að miðmynd er notuð í
þolmyndarmerkingu sem ekki fellur undir þá háttarmerkingu sem
að ofan er lýst. Hér er um að ræða tiltölulega fáar sagnir sem notað-
ar eru í föstum samböndum í ákveðnum formlegum stíl, t. d. 777-
boð óskast, Tillagan skoðast samþykkt, Pað tilkynnist hér með.
5. Niðurstöður
Þá er ekki seinna vænna að svara spurningu þeirri sem varpað var