Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 115
113
Mörk orðmyndunar og beygingar
fram í upphafi greinar: „Hvort er miðmynd í íslensku frekar beyg-
ingarformdeild eða orðmyndunarfyrirbæri?“ í 2.2 höfum við þegar
séð að stór hluti formlegrar miðmyndar, þ. e. -sí-mynda, er greini-
lega orðmyndunarfyrirbæri. Þá er eftir að skera úr um það, hvort í
fyrsta lagi „eiginleg“ miðmynd, þ. e. anti-kásatíf miðmynd (í and-
orsakarmerkingu) og í öðru lagi þolmyndarmiðmynd, þ. e. formleg
miðmynd sem eins konar háttarþolmynd, geti talist beygingarfyrir-
bæri.
Eiginlega miðmynd tel ég verða að telja paradigmatiska, þ. e.
beygingarfyrirbæri. Fyrsta greinimarkið sem leiðir af skilgreining-
unni í 1.2.2, hið hrein-formlega, snertir hér afmörkun aðlegðar-
mengisins, þ. e. hvaða sagnir geti staðið í miðmynd. Þetta greini-
mark er uppfyllt með því að allar sagnir sem merkingar sinnar
vegna gefa möguleika á miðmynd (sjá 3.3.5) geta staðið í miðmynd.
Ný orð, svo sem tökuorð og nýyrði, ganga sjálfkrafa inn í aðlegð-
ina. Pá verður að vísu að telja «a-sagnir með miðmyndarmerkingu
til eiginlegrar miðmyndar, eins og rökstutt verður hér von bráðar.
Hvað varðar annað greinimarkið, merkinguna, er hún alveg fyrir-
segjanleg, og það skilyrði því uppfyllt.
Þriðja greinimarkið varðar hljóðmyndina. Hér eru þeir meinbug-
ir á, að stundum er merkingarleg miðmynd, þ. e. anti-kásatíf
merking, tjáð á annan hátt en með -st, einkum með viðskeytinu -na.
Þessar undantekningar verða málnotendur að læra hverja fyrir sig,
bæði hvaða áhrifssagnir hafa na-sagnir í stað formlegrar miðmynd-
ar, og hver hljóðmynd na-sagnarinnar er. Þar sem na-sagnirnar
hafa vitaskuld allt aðra beygingu en sagnir í miðmynd, má líta svo
á, að áhrifssagnir sem ekki mynda eiginlega miðmynd, heldur nota
na-sögn í staðinn, myndi sérstakan „merktan“ beygingarflokk
merkingarlegrar miðmyndar.
Tilvist hinna inkóatífu na-sagna og annarra afbrigðileikaflokka
tel ég í sjálfu sér ekki alvarlegri mótrök gegn stöðu miðmyndar sem
beygingarþáttar en tilvist sterkra sagna og núþálegra sagna gegn því
að þátíð sé beygingarþáttur. í báðum þessum tilfellum er til al-
mennur myndunarháttur, veik þátíð eða formleg miðmynd, og
samhliða því minni flokkar með flóknari myndunarhátt, svo sem
sterk þátíð eða inkóatífar nö-sagnir. Málnotandinn verður að læra
hvert og eitt tilfelli í þessum minni flokkum sérstaklega.
Tilvist na-sagna í miðmyndarmerkingu er líka auðskilin í sögu-