Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 125
Færeyska sérhljóðakerfið 123
eru þó samböndin pr, pl, tr, tj, kr, kl, kj og sj (ath. ekki tl) þar sem
undanfarandi sérhljóð er langt.1 Rétt er að taka fram að þar sem
stafsetningin hefur tj og kj er í raun aðeins eitt samhljóð á ferðinni,
t. d. vekja [ve:ca], vitja [vi:ca] (sbr. Rischel 1961:xxx-xxxi).
Sérhljóð í áhersluatkvæði er langt við önnur skilyrði, þ.e. ef á
eftir fer eitt samhljóð eða ekkert, og þá einnig á undan atkvæða-
skilum og sérhljóði, t. d. [khv0:a] kvpða (sbr. Kristján Árnason
1976:58). Um þetta allt vísast annars í Lockwood (1977:8) og Risc-
hel (1961:xvi-xvii).
1.2 Um háttalag sérhljóðanna
En vandinn felst ekki mest í því að finna reglur fyrir því hvenær
sérhljóð eru löng og hvenær stutt. Eins og áður sagði eru það
tengslin milli langra og stuttra hljóða sem erfiðleikum valda. í fær-
eysku, eins og íslensku, ber það oft við í beygingu orða að stofnsér-
hljóðið er ýmist langt eða stutt. í færeysku bætist það við að auki
að verulegur hljóðgildismunur er á langa og stutta hljóðinu. Þetta
á einkum við þar sem langt tvíhljóð og stutt einhljóð skiptast á í
stofni sama orðs. Ástandinu er betur lýst í eftirfarandi töflu:2
(l)la i/y [mi:jur] miður — [miht] mitt
b u [gu:lur] gulur — [gult] gult
c e [fre:kur] frekur — [frekt] frekt
d 0 [h0:vur] hpgur — [hœkt] h0gt
e O [tho:la] tola — [tholdi] toldi
2a a/æ [sbeakur] spakur — [sþakt] spakt
b á [vaatur] vátur — [voht] vátt
c ú [mjuukur] mjúkur — [mjYkt] mjúkt
d ó [thoumur] tómur — [thœmt] tómt
e ey [deijur] deyður — [deht] deytt
3a í/ý [khvuitur] hvítur [khvu‘ht] hvítt
b oy [gbima] gloyma — [glo'mdi] gloymdi
c ei [faitur] feitur — [fa'ht] feitt
1 Zachariasen (1968) nefnir einnig pj og sr en engin dæmi um þau. E. t. v. er
sr bundið við fátíðar ef.-myndir á borð við hásra. Um undantekningar frá lengdar-
reglunni í mállýskum, sjá 1.3.3.6.
Þessi framsetning er að mestu stæld eftir Kristjáni Árnasyni (1976:59) þótt
dæmin séu flest önnur. Þá er þess að geta að enginn munur er í framburði á i og