Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 127
Fœreyska sérhljóðakerfið 125
(í bakstööu ef marka má dæmin) og megi hljóðrita þau [i:j] eða [iij]
og [u:w] eða [uuw]. Síðar segir þó Rischel (1964:108-110) að nið-
urstaða hljóðeðlisfræðilegra athugana sé sú að tvíhljóðaskriðið sé
svo lítið að það sé varla merkjanlegt og að þessi hljóð komi fyrir án
þess. Hvort, og þá hvernig, þetta tengist ákveðnu umhverfi kemur
ekki fram. Jakobsen (1891:441) segir þessa tvíhljóðun einkum
áberandi í bakstöðu og á undan sérhljóði — og eigi þar einnig við
um öll i- og u-tvíhljóð.
Um [e:, 0:, o:] segir Rischel (1961 :xix) að þessi hljóð (í bakstöðu
ef marka má dæmin) séu . . egentlig faldende diftonger (næsten
[e:e, 0:œ, 0:9], men med mere ubestemt (centraliseret) slutning)“.
Þess má geta að Jakobsen (1891:443) flokkar þessi hljóð með tví-
hljóðum (sjá einnig Naert 1958:25, Hagström 1967:83).
Rischei (1964:103-104) telur eðlilegast að flokka nálægu og mið-
lægu hljóðin sem einhljóð sem hafi tilhneigingu til lokunar eða
opnunar, fremur en tvíhljóð á borð við t. d. [oa, oi]. Hann bætir þó
við:
Nevertheless, when pronounced very distinctly, the long vo-
wels in Faroese strike a Danish ear as gliding in comparison
with the Danish long vowels of very fixed quality. It remains to
be investigated which factors contribute to this impression.
The tendency of glide is clearly manifested only in certain en-
vironments . . .
Hljóðeðlisfræðilegar athuganir Rischels (1964:108) benda til þess
að skriðið í miðlægu hljóðunum felist einkum í lækkun tungunnar:
• • . to judge from the acoustic picture the glide is essentially a
matter of tongue-height . . .
Niðurstaða Rischels er sú að miðlægu hljóðin skríði ekki í átt að
[aj-hljóði. [ea] og [aa] stefni hins vegar bæði í átt að [a]. Lækkun
tungunnar sé þó sambærileg í þessum tilfellum.
Um [ea] og [aa] skal þess getið að Naert (1958:25) telur [a]-ið í
hinu síðarnefnda venjulega uppmæltara en í hinu fyrra en þó
ókringt, [«]. Þetta sé greinilegt í orðum sem hafa bæði hljóðin, t. d.
hvalabátar [khvealaboatur]. Hagström hljóðritar [ea] og [oa, oa], en
segir (1967:81): ,,[a] bildas sállan sá lángt bak som kardinalvokal-
en.“ E. t. v. er það aðeins í mjög skýrum eða „ýktum“ framburði
sem síðari hluti beggja þessara tvíhljóða getur náð því að verða [a].