Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 128
126 Magnús Snœdal
Um stutt [a] í færeysku segir Rischel (1967/68:97) að það sé
. . not a particularly retracted vowel . . .“. Skv. Hagström
(1967:81) er það frammælt.
Niðurstaða Rischels (1964:112-113) er sú að í rauninni sé sam-
svörun milli formenda stuttu einhljóðanna og upphafs þess af löngu
hljóðunum sem tilheyrir næsta opnustigi fyrir neðan. Þetta sýnir
hann með eftirfarandi mynd:
Tengslum stuttra og langra hljóða telur Rischel að verði e. t. v.
ekki gerð skil („on an acoustic basis“) nema litið sé á löngu hljóðin
sem tvíhljóð, jafnvel þótt upphaf þeirra og endir séu oft nær eins.
Einnig segir Rischel (1967/68:97-98) að í máli margra sé munurinn
á stuttu og löngu e, 0 ogo ekki mikill.3
Um önnur hljóð er fátt að segja. Þess skal þó getið að í stað [uu]
hljóðrita sumir [yu] og er ég ekki frá því að það sé eðlilegra,
a. m. k. ef miðað er við mjög skýran framburð.4 Pá má geta þess
að Jakobsen (1891:442) kallar [ea, oa, uu, ui] hvarflandi tvíhljóð og
skilgreinir þau þannig að báðir hlutar séu nær jafngildir þótt síðari
hlutinn hafi yfirleitt meiri þunga. Lockwood (1951:9)5 er á sama
máli að því er virðist. Rétt er að benda á að [ui] hefur þarna sér-
stöðu, þ.e. hvarflar einnig þegar það er stutt.
1.3.2 Mállýskur
Færeyjum er skipt í mállýskusvæði á eftirfarandi hátt (sbr. Ham-
mershaimb 1891 :lvii—lix, Hagström 1967:39-40, Rischel 1967/
68:92-93):
3 Hljóðgildismunurinn á [e:J og [e] t.d er ekki sláandi í íslensku eyra (a. m. k.
ekki hvað sjálfan mig varðar) nema grannt sé hlustað, enda hefur íslenskt e einnig
tilhneigingu til tvíhljóðaskriðs (sbr. Kristján Árnason 1976:48, 1980:214-215).
Munurinn á [i:] og [1] er auðvitað miklu greinilegri þótt ég þykist hafa heyrt heldur
slakan framburð á löngu i, þ. e. nánast [i:], t. d. [hi:nir] hinir.
4 Þ. e. mér heyrist að þá sé fyrri hluti þessa tvíhljóðs jafnframmæltur og stutta
hljóðið [y].
5 Að vísu er þar prentvilla: ou fyrir oa.