Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 131
Fœreyska sérhljóðakerfið 129
í texta þeim sem Jakobsen (1891:453-456) hefur hljóðritað eftir
Norðureyjaframburði hef ég fundið sex dæmi um [a] fyrir stutt á.
Öll eru dæmin sögð sjaldgæf og þrjú að auki merkt Svíney (Svínoy)
sérstaklega. Hér verður haft fyrir satt að stutt á sé [a] einnig í
Norðureyjum, því yngri heimildir geta ekki um annað.
Pað er einkum ó stutt og langt, sem hefur fjölbreytileg afbrigði
eftir mállýskum. Þetta verður best sett fram í töfluformi en um
heimildir vísast til Lockwoods (1977:23), Rischels (1961:xxii, 1967/
68:112), Skomedals (bls. 1-3), Jakobsens (1891:443) og Hammers-
haimbs (1891 :lx).
(5)1 [œu, £u ~ œ] Norðureyjamál, Vogar, Mykines
2 [œu ~ o] Vestur-Sandey, Skúfey
3 [du ~ œ] Suður-Straumey
4 [au ~ o] Nólsey, Koltur
5 [ou ~ o] Austur-Sandey, Suðurey
Hér er trúlega um mállýskublöndun að ræða fremur en eðlilega
hljóðþróun, a. m. k. er [œu] ekki komið til Sandeyjar á fyrri hluta
19. aldar ef marka má Sandoyarbók (sjá Sórlie 1968:xvii). Hvað
sem því líður er ljóst að mállýskumörkin fyrir stutt og langt ó fara
ekki saman (sbr. Hagström 1967:67).
Um ey er það að segja að í Suðurey er til að það sé tvíhljóð einn-
ig þegar það er stutt, [de'ht] deytt. Um þetta ber heimildum saman.
Einnig er ljóst að stutt ó og ú hafa lifað lengur sem tvíhljóð þar en
annars staðar — og eimir jafnvel eftir af því enn (sbr. Zachariasen
1968:47-48, Skomedal, bls. 2, Rischel 1967/68:97, 109-111).
Hvað varðar tvíhijóðin í (1)3 er þess að geta að í Norðureyjamáli
eru ei og oy fallin saman — borin fram [oi], [foitur] feitur, [fo'ht]
feitt (sbr. Rischel 1961 :xxii—xxiii).
Þá er þess að geta að í Suðurey eru e og æ borin eins fram, [e:
~ e]; a er þar aftur á móti [ea ~ a]. Þ. e. [le:ra] lœra — [lerdi]
lœrdi í stað [leara] — [lardi]. Samkvæmt áðurnefndri töflu Kristj-
áns Arnasonar (1980:63) er enginn munur á e, æ og a í Suðurey, öll
borin fram [e: ~ e]. Þetta mun þó ekki tilfellið nema e. t. v. á und-
an sérhljóði, þ. e. [fe:ir] faðir (sjá Werner 1965:80, nmgr. 4, Risc-
hel 1961 :xxiii, xxv og Kristensen 1924:145-146).