Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 134
132 Magnús Snœdal
1.3.3.5 Sérhljóð á undan vn
e, 0, o, a + v + n eru oft borin fram [eun] o. s. frv., [neuna]
nevna, [nœun] n0vn, [ounur] ovnur, [naun] navn (sjá Lockwood
1977:21, Rischel 1961 :xxxiií). Hagström (1967:65) segir að þetta sé
reglulegast hvað varðar avn. Annars skal vísað til Werners (1970)
sem gerir nákvæmasta grein fyrir þessu.
1.3.3.6 Undantekning frá lengdarreglunni
I Suðurey eru sérhljóð stutt á undan þeim samhljóðasamböndum
sem talin eru sem undantekningar hér að framan (1.1). Zacharia-
sen (1968) gerir nákvæmasta grein fyrir þessu en bent skal á að sér-
hljóð er langt á undan kj en aftur á móti stutt á undan tj enda er
framburðurinn [tj] í stað [c] almennur í Suðurey, þ.e. [ve:ca] vekja,
[vltja] vitja.
1.3.4
Hér verður ekkert fjallað um áherslulausu endingarsérhljóðin i,
u og a en hljóðritað [i, u, a] allstaðar til einföldunar. Nákvæmasta
greinargerð fyrir ástandi þessara hljóða er að finna hjá Hagström
(1967 — sjá einnig Hagström 1961 og Werner 1964a).
Áherslu verða hér heldur engin skil gerð, aðeins bent á að hún
er venjulega á fyrsta atkvæði eins og í íslensku. Þó eru frá þessu all-
verulegar undantekningar, einkum í tökuorðum, [ro'ma:n] roman,
en einnig eru sum forskeyti a. m. k. stundum áherslulaus,
[ou'tho:landi] ótolandi. Hagström (1967:43-58) fjallar ítarlegast um
þetta en einnig má benda á Rischel (1961:xv-xvi), Lockwood
(1977:8), Bjerrum (1964:34—36) og Hansson (1973:162-168).
2. „Generatíf“ greining
2.0 Inngangur
í þeim generatífu greiningum sem gerðar hafa verið á færeyska
sérhljóðakerfinu hefur verið gengið út frá því að tvíhljóðin í (1)2
væru baklæg einhljóð {ey er þó oftast undanskilið). Þetta á við um
O’Neil (1964b), McCawley (1968), Anderson (1972), Kristján
Árnason (1976) og raunar einnig Werner (1975) þótt víxlin sem lýst
er í (1) séu ekki beinlínis til umfjöllunar þar.8 Til dæmis um það
Þetta á ekki við um fyrri greiningu O’Neils (1963). Um athugasemdir við
8