Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 135
Fœreyska sérhljóðakerfið 133
hvernig þetta lítur út skal stuttlega fjallað um greiningu Andersons.
Baklæga sérhljóðakerfið sem Anderson (1972:6) leggur til
grundvallar er:
(7)a stutt b löng c tvíhljóð
i u í ú ai au
e 0 o é ó
a á
Anderson (1972:3) gerir ráð fyrir reglu sem segir að stuttu
sérhljóðsfónemin komi fram slök þegar þau eru einnig stutt á yfir-
borðinu en þanin annars. Þenslan felur í sér lengd hvað varðar
[-fjarlægu] hljóðin en kemur fram sem tvíhljóðun á /a/, þ. e. [æa]
(hljóðritun Andersons haldið). Einnig þarf reglu sem breytir /e/ og
/o/ í [i:] og [u:] á undan /a/ og aðra sem breytir /a/ í [s] á undan
gómmæltu nefhljóði í viðeigandi mállýskum (sbr. 1.3.3.1 og
1.3.3.4).
Anderson bendir á (1972:3) að þegar /a/ tvíhljóðast bætist [æ]
framan við það. Löngu fónemin fylgja að hans áliti samskonar
reglu. Hún lítur svona út:
" -l-atkvætt " -i-atkvætt
-fjarlægt + langt
a nálægt / a nálægt
—6 uppmælt B kringt
_ — B kringt _ _
Þessi regla býr til /ui, iu, eo, oa/. Síðan þarf reglu sem kringir inn-
skotshljóðið á undan kringdu hljóði (sú regla er þó bundin við /ú/
í þeim mállýskum sem hafa [eu] fyrir /ó/ í stað [œu, ou]). Enn þarf
reglu sem breytir síðari hluta tvíhljóðanna í hálfsérhljóð og út kem-
ur [uj, úw, ew/öw, oa].
En hvaða stöðu hefur þá /é/ í kerfinu hér að framan? Jú, þar er
komið tvíhljóðið oy. Reglan (8) byggi til /oe/ úr /é/ og síðan breytt-
ist það í [oj] með þeim reglum sem síðan taka við. Ennfremur segir
greiningar O’Neils vísast til Werners (1965:80-82) og Rischels (1967/68:94-95). Rit
L E. Taylors (A Generative Phonology of Faroese, Utilizing Unordered Rules.
Ph.D. Dissertation, Indiana University, 1973), sem Kristján Árnason (1976) minn-
>st á, var mér því miður ekki tiltækt.