Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 136
134 Magnús Snœdal
Anderson (1972:5) að hljóðskiptin skapi sannfærandi ástæður fyrir
því að telja ey vera baklægt /au/ en fer ekki lengra út í þá sálma
(l.s.g.). Pá setur hann (1972:6) fram reglu sem breytir [ea, aaj í [?:,
9:] á undan /a/. Sú regla fellir brott síðari hlutann en þenur þann
fyrri.
Anderson minnist ekkert á víxlin [oa ~ 0], [uu ~ y], [du ~œ] og
[ei ~ e] (sbr. (1) og (2)). Hann segir (1972:3) að ílý, ú, ó, á séu [uj,
uw, ew/öw/ow, oa] „in long syllables“, en af dæmum hans (t. d.
1972:15-16) má ráða að hljóðgildið sé óbreytt þegar þau eru stutt.
T. d. júgs [juwks] (ef. af júgur [juuwur]),9 frótt [fröwht], prútt
[pruwht]. En ef þetta væri raunin hver væri þá hugsanleg ástæða til
þess að gera ráð fyrir því að viðkomandi hljóð séu löng einhljóð í
baklægri gerð? Engin, að því er ég best fæ séð, og heldur ekki
„skerpingin“ (þ. e. nýr —> nýggjur, skór —> skógvur), sem Ander-
son telur virka hljóðreglu, getur réttlætt þetta ef gengið er út frá
framsetningu hans. Auðvitað væri hægt að bæta úr þessu með ein-
hverjum viðbótarreglum — en það er e. t. v. í tengslum við þetta
sem sú fullyrðing Andersons (1972:2) að fyrri greiningar hafi mis-
heppnast vegna þess að þær hafi gengið um of út frá hljóðfræði-
legum staðreyndum, öðlast einhverja merkingu.
Greining Andersons er að vísu hlutfirrtari en nú þykir almennt
líðanlegt. Hvað sem því líður má segja að ekki hafi reynst vel að
ganga út frá baklægum einhljóðum í tilvikunum ú, ó, ey. í fornri
færeysku voru ú, ó (og í) löng einhljóð. f»að er því engin ástæða til
að ætla annað en að þessi hljóð hafi tvíhljóðast undantekningar-
laust og síðan einhljóðast aftur, ásamt ey, í því umhverfi þar sem
þau styttust við hljóðdvalarbreytinguna. bessu til stuðnings má
benda á að í Suðurey hefur a. m. k. til skamms tíma verið til tví-
hljóðaframburður á ó og ú og stutt ey er þar enn til (sbr. 1.3.2.1).
Það virðist því trúlegra að reglan sem einhljóðar þessi hljóð í um-
hverfinu _____C2 sé ennþá virk heldur en reglan sem tvíhljóðaði
þau í fyrndinni.10 Tvíhljóðin a og á eru svolítið vafasamari. Tví-
hljóðun þeirra er líklega yngri en hljóðdvalarbreytingin og hefur
9 Skv. FDO er ef. et. júgurs [juuwug]. Rischel (1972:487, nmgr. 11) nefnir fleiri
vitleysur en þær ganga þó flestar aftur síðar hjá Anderson (1974:172 t. d.) og eiga
sér eldri rætur (Anderson 1969).
10 C2 verður hér á eftir látið standa fyrir löng samhljóð og samhljóðasambönd
(önnur en pr, pl o. s. frv.) en Q fyrir eitt samhljóð.