Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 144
142 Magnús Snœdal
gengið út frá einhljóðum þarf aðeins að tvíhljóða þau með reglu
(15). Síðari kosturinn virðist því heppilegri að öllu samanlögðu, því
þá er einnig hægt að gera ráð fyrir sömu baklægu einingum í öllum
mállýskum.
2.1.2.4 Önnur tvíhljóð
Lengdarreglan styttir tvíhljóðin /ui, oi, ai/ en að auki þyrfti ein-
hverjar sérreglur til þess að lýsa einhljóðun þeirra í ákveðnu um-
hverfi (sbr. 1.3.3.2), þ.e. einkum á undan framgómmæltum sam-
hljóðum. Sú regla skal þó ekki sett fram hér enda koma til álita
mállýskuafbrigði og jafnvel einstaklingsbundin afbrigði. Einnig má
benda á að í mörgum orðum sem til álita koma hafa þessi hljóð ein-
hljóðast í öllum beygingarmyndum og því ekki ástæða til annars en
gera ráð fyrir /u/, /o/ eða /a/ í þeim, t. d. [luhka] lýkka, [oj:] oyggj
(ath. þó þf. og þgf.et. með greini [o'dna] oynna, [o'dni] oynní),
[aþca] einkja. Auðvitað horfir þetta öðruvísi við í tilvikum eins og
[duirur] dýrur — [durt] dýrt, [moirur] moyrur — [mort] moyrt svo
dæmi séu tekin.
2.1.2.5 Ýmislegt
1. í þessari greiningu er ekki gert ráð fyrir því að skerpingin sé
virk hljóðregla. í kúgv og gjógv eru því fónemin /i/ og /e/ (eða /o/,
sbr. 1.3.3.3) á ferðinni. Að vísu væri hægt að ganga út frá baklægu
/«u/ og /ou, 0u/ og bæta við reglu sem afkringir stuttu afbrigðin í
þessu ákveðna umhverfi. Það nægir þó ekki í þeim mállýskum þar
sem ó er borið fram [e] í þessu umhverfi en stutt ó annars [o]. Auk
þess eru hljóðskiptin í þessum orðum mjög fjölbreytileg, t. d. ft.
kýr [khuir], gjáir [pajir] (sbr. Lockwood 1977:34, 35 og Hagström
1967:66-67).
2. Um sérhljóð á undan vn (sbr. 1.3.5.5) vísa ég til Werners
(1970). Sjálfsagt er það breytilegt eftir mállýskum hvort gera beri
ráð fyrir sérstökum fónemum eða reglu sem sérhljóðar v í þessu
umhverfi. Werner (1975:788) telur að í generatífri greiningu beri
að taka síðari kostinn.
3. Innskotshljóðin verða látin liggja milli hluta. Eins og fram hef-
ur komið (1.3.3.1) má e. t. v. líta á [i:j, u:w] o. s. frv. sem birting-
armyndir viðkomandi fónema á undan sérhljóði og væri hægt að
gera grein fyrir því með yfirborðsreglu. Innskotið á eftir miðlægum