Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 149
147
Fœreyska sérhljóðakerfið
Og þá þekkir hann „mannflokkana“ á taflborðinu í þeim skilningi
að hann notar riddara sem riddara, peð sem peð o. s. frv. En það
er ekkert víst að honum gengi vel að læra nöfnin á mönnunum,
ekki síst ef hann hefði ekki útlit þeirra til að styðjast við. Það má
því gera ráð fyrir að orðflokkarnir séu þokukenndari fyrirbæri í
málvitundinni en kirfilega þáttamerktir baklægir orðstofnar sem
allar yfirborðsmyndir eru leiddar af með reglum. Það mætti því
ætla að baklægu gerðirnar væru málnotandanum aðgengilegri en
orðflokkarnir.14
2.2.2 Talandi — hlustandi
Eitt vandamál blasir við ef gert er ráð fyrir mjög hlutfirrtum bak-
lægum gerðum. Hvernig vinnur hlustandinn úr hljóðmyndunum?
Ef talandinn hefur í huga /stour+t/ og breytir því í [sdœrt] með
reglum þá getur hlustandinn ekki keyrt hljóðmyndina aftur á bak í
gegnum reglurnar og fengið út /stour+t/. Hann hefur enga mögu-
leika á því að vita að þetta [œ] skuli breytast í /ou/ aðra en þá að
skilja orðið. Pá mætti e. t. v. gera ráð fyrir því að úr því að hlust-
andinn þekkir tengslin milli /ou/ og [œ] í umhverfinu____C2 geti
hann giskað á að hljóðmyndin [sdœrt] sé beygingarmynd af orðinu
stórur. Skilningur á tvíræðri orðmynd hefði þá, ef svo má að orði
komast, viðkomu í ótvíræðri orðmynd.
Lítum því á annað dæmi. Sagnirnar klaga og klæða eru eins í
nh., [khl?:a], og l.p.et.nt., [khleaji] (sbr. Jakobsen 1957:32-33).
Anderson (1972) gerir ráð fyrir baklægu /ð/ og /g/ eða /y/ í innstöðu
í samræmi við stafsetninguna þótt ekki sé það nauðsynlegt í öllum
tilvikum. í klaga er t. d. ekki sérstök ástæða til að hafa baklægt /g/
úr því að [g] kemur ekki fyrir í neinni beygingarmynd orðsins, þt.
klagaði [khlg:aji]. í klæða verður þó líklega að gera ráð fyrir bak-
iægu /ð/ vegna þt. klœddi [khlad:i]. En hvaða möguleiki er á því að
túlka hljóðmyndirnar ýmist sem baklægt /kla+a/ eða /klað+a/,
/kla+i/ eða /klað+i/ annar en sá að ráða merkingu þeirra af sam-
henginu? Enginn. Eða á að gera ráð fyrir því að skilningur á þeim
hafi viðkomu í hinum ótvíræðu þátíðarmyndum?
Mér sýnist að um tvo kosti sé að ræða og hvorugan góðan. Hinn
fyrri er sá að máltökuferlið sé alltaf virkt. Þ. e. menn komast frá
Sjá ennfremur gagnrýni Linells (1979:12-15, 22-24, 244-247) á hugmyndir
reglumálfræðinnar um að baklægt form málsins sé óaðgengilegt málnotandanum.