Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 151
Fœreyska sérhljóðakerfið 149
skeo+ur/ —» /skew+ur/ —* /skew+wur/ —» Lítum á önnur dæmi: /skeg+wur/ —» [sgegvur]
(28)a fríður [fruijur] - frítt [fru'ht]
b fríur - - frítt
c nýggjur [nupur] nýtt [nu'ht]
Nú byggir sú kenning aö baklægt /ö/ sé til staðar í fríður á því að
það hefur tt ([ht]) í hk. Og segja mætti að fríur hafi einnig /ð/ þótt
það sé ekki táknað í stafsetningu. En þetta gengur ekki í nýtt því
baklægt /ð/ kemur í veg fyrir skerpingu. Ef ekki er þörf á /ð/ til að
leiða út myndina nýtt er það einnig óþarft í hinum tilvikunum. Nú
eru einnig til undantekningar eins og drúgvur [drigvur] — drúgt
[drYht]. Skerpingin hefur hér verkað í orði með upprunalegu /yl-i
og hvers vegna hélt sú tilhneiging ekki áfram fyrst skerpingin lifir
enn sem virk hljóðregla?
Þessi endurgerð sögunnar með baklægum myndum á líklega að
sýna að málið breytist í rauninni minna en ætla mætti af yfirborðs-
myndunum. Chomsky & Halle (1968:49, 251) eru a. m. k. þeirrar
skoðunar að baklægu gerðirnar séu „fairly resistant to historical
change" og að ný hljóðregla geti haldið áfram að verka „for many
generations“ án þess að valda breytingum á baklægu gerðinni. En
einhverjar sjálfstæðar forsendur hlýtur þessi tilgáta að þurfa (sbr,.
Sampson 1980:203-204). Þótt hægt sé með einni baklægri mynd
rótar og mörgum reglum að leiða út mismunandi beygingar- og
hljóðmyndir er það engin sönnun fyrir tilvist baklæga formsins.
Barnið verður ekki reiknað í konuna á þennan hátt. í þessu felst
auk þess flótti frá hinum raunverulega vanda.
Hægt er að lýsa örlögum ð-s í færeysku í tímans rás. Stundum
fellur það brott og skilur eftir sig hljóðgap sem fyllt er eftir ákveðn-
um reglum. Stundum verður það [d] eða [g] eða samlagast eftirfar-
andi hljóði o. s. frv. Það er fjarvera en ekki nærvera ð-s sem
(ásamt öðru) ber ábyrgð á útliti mynda eins og [gleavur] glaður,
[glea] glað, [glaht] glatt, [gleajir] glaðir, [gl?:ar] glaðar o. s. frv. Á
sama hátt þarf enga samtímalega hljóðreglu sem fellir saman stutt
ó og 0. Það er búið og gert. Það er ekki einu sinni hægt að segja
að reglur (20)-(22), sem breyta /ei/, /«u/ og /0u, ou/ í [e], [y] og [œ,
séu annað en samnefnari fyrir þrjár sambærilegar breytingar.
Reglurnar hafa tæplega verið til í þessu formi þar eð breytingarnar