Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 156
154 Magnús Snædal
legt þegar um mállýskulandafræði er að ræða að líta á stutt og löng
sérhljóð sem sérstakar einingar (sbr. Werner 1^68b:472).
Hagström (1967:61-68) setur einnig fram túlkun á sérhljóðakerf-
inu. Þótt Hagström tali um löng og stutt sérhljóðsfónem er staða
lengdarinnar samt nokkuð óljós. í>að er ekki ljóst hvort hann telur
t. d. [eaj og [a] mynda eitt fónem í einhverjum skilningi. í fónem-
ísku umrituninni merkir Hagström (1967:63-64) lengd sérhljóð-
anna allra nema /-tvíhljóðanna, t. d. /ró:ta/ en /roita/ (róta, royta).
Hvers vegna lengdarmerkinu er sleppt við þessi tvíhljóð kemur
ekki fram. F>að sýnist alveg jafnmikil (eða lítil) ástæða til að umrita
/roi:ta/, /roin:d/ (royta, roynd) eins og t. d. /me:ti/, /ves:tan/ [meti,
vestan).
Pá er meðhöndlun Hagströms á sumum þeim framburðaratriðum
sem rakin eru í 1.3.3 nokkuð óskýr á köflum. Hann segir t. d.
(1967:65) að [9] og [0] séu í fyllidreifingu með [oa] og komi aðeins
fyrir á undan [a]. Ennfremur að þótt andstæðan /u:/ — /o:/ sé hlut-
leyst á undan [a] og /o:/ borið fram [u:], varðveitist andstæðan /á:/
— /o:/ í þessu umhverfi þótt /á:/ sé borið fram [o:]. En Hagström
(1967:66-67) fjallar einnig um mismunandi beygingarmyndir orðs-
ins gjógv, — gjáar, gjáir, gjónna og umritar þær Ajeg:v/, /jo:ar/,
/já:ir/, /j0n:a/. Hann segir að í beygingu þessa orðs flökti sérhljóðið
milli fónemanna /e/, /o/, /á/ og /0/. En því ekki /e/, /o:/, /á:/ og /0/?
Og hvers vegna er umritað /jo:ar/ en ekki /já:ar/ úr því sagt hefur
verið að andstæðan /o:/ — /á:/ sé' varðveitt í þessu umhverfi og [o:]
og [oa] í fyllidreifingu? Eða er átt við að o og á í stafsetningunni
falli ekki saman í framburði þar eð hið fyrra sé borið fram [u:] en
hið síðara [o:]?
Hansson (1973:172-177) setur einnig upp kerfi langra og stuttra
einhljóðsfónema í færeysku. Hann lítur þó á lengdina sem sérstakt
fónem (sbr. 1973:168-169; Kristján Árnason 1980:186-187 getur
slíkra hugmynda). F*ví séu löngu einhljóðin í rauninni fónemasam-
band, þ. e. /V/ + 1:1. Hins vegar segir Hansson (1973:169) að mun-
urinn á stuttu og löngu tvíhljóði sé „. . . kombinatorisk variation i
vokalfonemgruppens manifestation. . . “. Eað er þó alls ekki ljóst
hvað kemur í veg fyrir að litið sé á t. d. [i:] og [1] sem „kombinator-
isk variation i vokalfonemets manifestation“.