Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 160
158 Magnús Snædal
skal aðeins bent á að t. d. stj- verður yfirleitt að [J] í færeysku (þó
ekki í öllum mállýskum). Þegar sú regla hættir að verka verður aft-
ur möguleiki á því að endurreisa hljóðaröðina /stj/, t. d. [Jauri]
stjóri =t= [sdjouri] stjóri (t. d. ritstjóri). Þetta breytir ekki því að
meginreglan er eftir sem áður sú að uppgómmælt samhljóð koma
ekki fyrir á undan frammæltu, ókringdu sérhljóði. Gömul tökuorð,
t. d. gemeinur [je'mainur], fylgja þessari reglu en ekki ný, t. d. kilo
[khi:b], sem mælir gegn virkni hennar.
2. Um innskot milli sérhljóða skal ég reyna að vera fáorður. Eins
og áður hefur komið fram (1.3.3.1 og 2.1.2.5) sýnist eðlilegast að
líta á [i:j], [u:w], [eij], [ouw] sem stöðubundin afbrigði af/i/, /u/, /ei/,
/ou/ o. s. frv. (sbr. Hagström 1967:69). Þ.e. afbrigði sem koma
fram þegar sérhljóð fer á eftir. Zachariasen (1976:472) segir að í
þessum tilvikum sé ekki um að ræða neitt innskot heldur hljóðgap
og ráða má af Hagström (1967:82) og Lockwood (1977:15, 16) að
[j] og [w] séu einkum áberandi í mjög skýrum framburði.
í rauninni er óþarfi að orðlengja um innskotið á eftir miðlægu og
fjarlægu hljóðunum. Innskotshljóðin eru þar greinilega orðin stofn-
læg og skilyrðast ekki lengur af endingarsérhljóðinu eins og áður
var á minnst (2.1.2.5). Þessi innskotshljóð gegna oft aðgreinandi
hlutverki, t. d. [gleavir] glaður — [gleajir] glaðir, [ve:vir] vegur —
[ve:jir] vegir í Pórshafnarmáli. Lau hafa því stundum tekið við því
hlutverki sem endingarsérhljóð gegndu áður. Hagström (1967:69)
segir að /v/ sé í þessari stöðu stundum borið fram [w] og e. t. v. má
segja að t. d. [meawur] sé „óskýr“ framburður fyrir [meavur] eins
og [gouwur] getur orðið [gouvur] í skýrum framburði.
3. Um framburð miðlægu og fjarlægu hljóðanna á undan /a/ er
þetta að segja: Þar sem gerður er munar á [i: — e: — ?:] og [u: —
o: — 9:] (sbr. (6)) er einboðið að þarna eru á ferðinni fónemin /i
— e — a/ og /u — o — a/. Þar sem eingöngu koma fyrir nálæg og
miðlæg hljóð í þessari stöðu verður auðvitað að segja að /a/ og /al
komi þar ekki fyrir. Þar sem framburður er á reiki, e. t. v. í sama
orði, kæmi til greina að telja einhver [e:] og [o:] birtingarmyndir
fónemanna /a/ og /a/ og á sama hátt einhver [i:] og [u:] birtingar-
myndir /e/ og /o/. Þetta ætti þá við þegar fjarlæg og miðlæg hljóð í
skýrum framburði ættu það til að nálægjast með auknum talhraða.
Sambærilegt er að [ea] getur orðið [e] í samfelldu tali eins og áður
getur, en heldur samt áfram að vera fulltrúi fónemsins /a/.