Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 161
159
Færeyska sérhljóðakerfið
4. Eins og fram hefur komið (1.3.3.2) hafa tvíhljóðin /ui, oi, ai/
breyst í /u, o, a/ við ákveðin skilyrði, þ. e. einkum á undan fram-
gómmæltu og stundum uppgómmæltu samhljóðasambandi. Engin
ástæða er til annars en viðurkenna þetta samfall og setja þá um leið
þessar takmarkanir á dreifingu viðkomandi fónema. Með missterka
tilhneigingu stuttu afbrigða tvíhljóðanna til einhljóðunar yrði þá að
fara eftir atvikum. í einhverjum tilvikum yrði að viðurkenna að
það sem heitir [u', o', a'] í skýrum framburði geti verið [u, o, a] í
samfelldu tali. Það breytti þó ekki því að þarna væru fónemin /ui,
ou, ai/ á ferðinni.
5. Um sérhljóð á undan vn og fleiri áþekk tilvik vísast enn og
aftur til Werners (1970). Þó má segja að ljóst sé að greiningin fari
eftir mállýskum o. fl. (sbr. 1.3.3.5).
3.1.3 Samantekt
í (31) er yfirlit yfir fónemin ásamt helstu afbrigðum og er það
raunar fátt sem kemur á óvart.
/i/ /\ /»/ A /u/ /\ /e/ /\ /0/ /\
[i:(j) '] [uu(w) y] [u:(w) u] [e: e] [«: œ]
/o/ /a/ /a/ /ei/ /ou/
,/\ /\ /\ 1
[o; o] [ea 9: a] [aa 9:] [ei(j)] [du(w)]
/ui/ /oi/ /ai/
/\. /\ /\
[ui(j) u'] [oi(j) o'] [ai(j) a']
Það ætti að vera ljóst við hvaða skilyrði afbrigðin koma fram.
Lengdarreglan ræður mestu um það. Nánar verður vikið að því síð-
ar (4.1) hvers eðlis reglurnar og fónemin eru.
3.2 Beygingarvíxl
3.2.1 Samnýting afbrigða
Víxlin milli la ~ o/, /ei ~ e/, /ou ~ 0/ eru eftir sem áður hljóð-
kerfislega, eða öllu heldur hljóðskipunarlega, skilyrt. Það sama á
við um /ui ~ u/, /oi ~ o/, /ai ~ a/ og einnig /e ~ i/, /o ~ u/, /a ~ e/,