Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 166
164
Magnús Snædal
setja í hennar stað /0CC/. Og málnotandinn getur kunnað þetta án
þess að búa sér til eina baklæga einingu í þessum tilvikum.25
4.2
Málið er ekki kyrrstætt. Nýjar andstæður verða til og gamlar
hverfa. Pví hljóta alltaf að vera til innan þess einhver fyrirbæri sem
erfitt er að lýsa mjög nákvæmlega, t. d. í hljóðkerfisgreiningu.
Stundum hlýtur að vera erfitt að skera úr um það hvort eitthvert
ákveðið hljóð í ákveðnu umhverfi tilheyrir fremur þessu fóneminu
eða hinu. Pað er heldur ekki ósennilegt að í slíkum tilvikum sé
skipulagið ekki hið sama í huga allra talenda (sbr. Linell 1979:75,
nmgr. 9). Við þessu er ekkert að gera. Það er einungis hægt að
reyna að komast sem næst því að gera grein fyrir öllum smáat-
riðum. Fónemið er hlutfirrt eining og því verða ætíð fyrir hendi
álitamál varðandi það hvernig tengja beri hið „afstrakta“ og „kon-
kreta“. Reynslan ætti að hafa kennt mönnum það.
25 Þær reglur sem talað er um í þessum kafla samsvara þeim reglum sem Linell
(1979:168-169, 172) kallar „phonotactic rules“ (hljóðskipunarreglur) og „articula-
tory reduction rules“ (reglur sem gera grein fyrir muninum á skýrum framburði og
öðrum ónákvæmari). Fónemískar myndir skv. þessari greiningu eru aftur á móti
hlutfirrtari en það sem Linell (1979, 3. kafli) kallar „phonetic plan“ og er sú
„hugmynd" sem talandinn leggur til grundvallar framburði sínum.
HEIMILDIR
Amundsen, Sigurd. 1964. Le vocalisme féroíen: Essai de phonologie diachronique.
Fróðskaparrit 13:54-61.
Anderson, Stephen R. 1969. West Scandinavian Vowel Systern and the Ordering of
Phonological Rttles. Óprentuð doktorsritgerð, MIT, Cambridge, Massachu-
setts.
— . 1972. The Faroese Vowel System. Michael K. Brame (ritstj.): Contributions
to Generative Phonology, bls. 1-21. University of Texas Press, Austin.
— . 1974. The Organization of Phonology. Academic Press, New York.
— . 1981. Why Phonology Isn’t „Natural". Linguistic Inquiry 12:493-539.
Bjerrum, Marie. 1949. An Outline of the Faroe Vowel System. Recherches Struc-
turales. Travaux du Cercle Linguistique de Copenhague 5:235-243.
— . 1964. Forsóg til en analyse af det færóske udtrykssystem. Acta Philologica
Scandinavica 25:31-69.
Chapman, Kenneth G. 1962. Icelandic-Norwegian Linguistic Relationships. Uni-
versitetsforlaget, Oslo. Norsk Tidskrift for Sprogvidenskab, suppl. bind VII.