Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 171
Orð af orði
kornostur
I seðlasafni OH er að finna dæmi um nafnorðið kornostur (hvk.)
og sögnina að kornostra. Þau eru fengin úr handriti að íslenzkri
orðabók með latneskum og dönskum þýðingum, sem varðveitt er í
Lbs. 220 8vo. Höfundar er hvergi getið í handritinu, en líkur hafa
verið leiddar að því, að það sé elzta orðasafn Hallgríms Scheving
kennara á Bessastöðum (Jakob Benediktsson 1969:98-100). Því
var sennilega lokið skömmu eftir 1830. Höfundur gerir sér far um
að greina orðaforðann eftir landshlutum og notar til þess skamm-
stafanirnar a. m., n. m., s. m. og v. m. fyrir austanmál, norðan-
mál, sunnanmál og vestanmál.
Kornostur er merkt a. m. og skýrt þannig:
supervacua diiigentia in re magni pretii cfr. kornotteleg ud-
skaaren, udgravet
(Lbs. 220 8vo, 245)
Sögnin að kornostra er einnig merkt a. m. og skýrð á sama hátt:
supervacuam diligentiam in re non magni pretii adhibere
(Lbs. 220 8vo, 245)
Ekki hafa þessi orð náð útbreiðslu, og engin dæmi eru um þau í
ntmálssafni OH. Á Suðausturlandi hafa nokkrar hliðarmyndir lifað
aHt fram á þennan dag. Steinþór Þórðarson á Hala í Suðursveit
þekkti no. kornhnús (hvk.) t. d.: „Hvaða kornhnús er á þér?“ og að
kornhnúsa t. d.: „Hvað ertu að kornhnúsa" s. s. „Hvað ertu nú að
gera? Þetta gengst ekkert hjá þér“ og „vertu nú ekki að kornhnús-
ast yfir þessu“. Hjalti Jónsson á Hólum, A.-Skaft., hefur skrifað í
vasabók sína orðið korhnúss (hvk.) og segir það hafa sömu merk-
"tgu og nostur. Af svipuðum slóðum höfum við dæmi um korhnús
(hvk.) ‘nostur, dútl’ og korhnúsa ‘nostra við, dútla við’. í viðauka
v>ð orðabók Blöndals er nefnt no. gnorhnús í merkingunni ‘vand-