Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 173
171
Orð aforði
Upphafleg mynd íslenzka tökuorðsins er óviss. Hugsanlega
stendur korhnús(s) henni næst, en viðliður lagaður eftir orðum eins
og hnus(s), hnus(s)a. Viðliðurinn -nostur í kornostur, kornostra
verður til vegna merkingar orðsins og fyrir áhrif orðanna nostur,
nostra. Forliðurinn korn- hefur verið lagaður að no. korn. Forliður
orðsins gnorhnús gæti verið víxlmynd af kornhnús, þ. e. korn- /
gnor-, undir áhrifum frá líkum orðum, t. d. gnerra ‘skammast,
rífast’ eða gnurra ‘marra, braka’.
smjörvala
í bók Jóns Árnasonar um íslenzkar þjóðsögur og ævintýri er kafli
um illsvita og varúðir. Þar segir m. a.:
Alla smérvali (smérvalsuga) eða smérvalsigla (sbr. gleypibein)
skal grafa svo djúpt í jörð sem verður og lesa þetta yfir: „Verðu
mig eins vítiskjafti sem ég ver þig hundskjafti.“
Smérvalsigillinn er bein í sauða- og gripalærum þar sem mæt-
ist bóndahnúta og langleggur; hann heitir gleypibein; má ekki
fleygja honum fyrir hunda því það er fríður kóngsson í álögum,
og forðar manni fjárdauða ef maður annaðhvort gleypir hann
(og þaðan er nafn hans dregið) eða stingur honum í veggjar-
holu og segir um leið: „Ég sting þér í veggjarholu; forðaðu mér
fjárdauða, fyrst ég forða þér hundskjafti.“ Ef allir gerðu svo
kæmist hinn fríði kóngsson úr álögum.
(Jón Árnason 1954-1959 II, 531)
Fótt margir þekki smjörvalinn eða hliðarmyndir hans, og siði og
venjur í kringum hann, hefur lítið verið minnzt á hann í bókum. í
ntmálssafni OH eru, auk þeirra dæma sem fram koma hjá Jóni
Árnasyni, aðeins heimildir um hann hjá Jónasi Hallgrímssyni og
Halldóri Laxness. Jónas nefnir beinið smjörvalsug, og er það hjá
honum annað nafn á hnéskeljarbeini spendýra (Jónas Hallgrímsson
1929-1937 V, 12), en Halldór lætur Snæfríði íslandssól segja frá
smjörval og þeirri trú, að sá eignist jörð sem geti gleypt hann (Hall-
dór Kiljan Laxness 1944:116).
Dálítið er á reiki við hvaða bein er átt. Ýmsir segja það vera
hnéskeljarbeinið, þar á meðal Sigfús Blöndal (1920-1924:763), en
flestir telja smjörval eða smjörvölu (gleypibein) vera smábein í