Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 174
172
Orð af orði
hækillið sauðkindar á milli fótleggjar og lærleggjar. Breytilegt er
eftir landshlutum hvaða nafn menn þekkja á þessu litla beini. Af
talmálssafni OH má draga þá ályktun, að gleypibein sé algengasta
myndin um sunnan- og austanvert landið, en smjörvala og orð
henni skyld algeng um allt Vesturland og mestan hluta Norður-
lands. Ætlunin er að fjalla hér aðeins um smjörvölu og hliðarmynd-
ir þess orðs, og verður því umfjöllun um gleypibein og útbreiðslu
þess sleppt. Ekki verður heldur fjallað sérstaklega um forliðina
smjör- / smér-.
Flestar heimildir OH eru um orðið smjörvala, og eru dæmi um
það frá Hafnarfirði norður um Vesturland og Vestfirði og allt aust-
ur á Hérað. Um karlkynsmyndina smjörvalur eru engin dæmi í tal-
málssafni, og einu heimildir OH eru þær sem áður eru nefndar. I
orðabók Blöndals er orðið merkt Austfjörðum, þannig að Blöndal
hefur aðeins haft heimildir af þeim slóðum, en á seðli í Blöndals-
safni sést, að hann hefur haft dæmið úr vasabókum Björns M.
Ólsen. Þá nefnir Blöndal orðin smjörvalsegi og smjörvalsigi, en get-
ur engra heimilda, og engin dæmi eru um þau í safni OH. Um
myndina smjörvalsagi eru dæmi frá ísafirði, úr Reykjafjarðar-
hreppi og af Rauðasandi, og Blöndal hefur dæmi af Vestfjörðum
(velur ritháttinn smjörvalsœgi). Jón Árnason nefnir smjörvalsigil
eins og áður er getið, og í talmálssafni OH eru til heimildir úr
Skagafirði og Húnavatnssýslu. Blöndal hefur að auki dæmi úr Dala-
sýslu og Arnarfirði og vitnar á seðli í vasabækur Björns M. Ólsen.
Smjörvalsigull þekkist í Skagafirði og smjörvalssafi við ísafjarðar-
djúp. Heimildarmaður OH í Norður-ísafjarðarsýslu þekkir kven-
kynsmyndina smjörvölsaga, en tekur fram, að hann geri sér
ekki grein fyrir því, hvort viðliðurinn sé -saga eða -aga. Smjörvalsía
er eitthvað þekkt í Fnjóskadal, og Björn M. Ólsen þekkir hana úr
Skagafirði. Á Mýrum þekkist smjörvasigill um hnéskeljarbeinið í
kindarfæti. Nokkur dæmi eru um smjörasíu eða smérasíu úr Dölum
og smérasigill virðist vel þekktur í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum.
Einnig er af sömu slóðum heimild um myndina smérasigi, og Blön-
dal þekkir smjörasiga af Mýrum og Snæfellsnesi. Kvenkynsmyndin
smjörvúlsaga þekkist við ísafjarðardjúp, og úr Snæfjallahreppi er
til heimild um myndina smjörvogsœgi. Að lokum er til heimild um
smjörvatnssigil úr Austur-Húnavatnssýslu.
Eins og sjá má eru víxlmyndir æði margar. Eðlilegast er að gera