Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Qupperneq 175
173
Orð af orði
ráð fyrir því að elztu myndir séu smjörvalur og smjörvala, hugsan-
lega út frá sameiginlegri frummynd *smjörvölur, þ. e. eitthvað sem
er ávalt, skylt sögninni að velta.
Aftan á smjörval er skeytt orðinu segi ‘smástykki, biti’ og víxl-
myndum við það, sigi og sagi, til þess að leggja áherzlu á eitthvað
lítið. Orðmyndirnar segi og sigi koma fyrir þegar í fornmáli um
ræmu eða lengju, sem skorin eða rifin hefur verið af einhverju. í
samsetningum má finna þær í blóðsegi, -sigi, ‘blóðkökkur’,//ö/'5eg/
‘hjarta’ og tálsigi ‘tálbeita, agn’. í talmálssafni OH er dæmi úr
Norður-ísafjarðarsýslu um aðsegisé notað um aflanga hnökra, sem
myndast þegar kembt er í lélegum og tannslæmum kömbum, þar
sem tennur vantar í kambinn. í söfnum OH eru allmörg dæmi um
orðið klósigi og hliðarmyndir þess klósugi, klósögi, klósiga (kvk.).
Eitt dæmi er til í orðabókarhandriti Hallgríms Scheving um orðið
baksigi, þ. e. ‘setja baksiga v. baksig á skip til þess að það taki ekki
upp.' (Lbs. 283).
Segi, sigi, er skylt józku seje ‘sinar eða himnur í kjöti’ (Feilberg
III, 176), norsku sege ‘vöðvi, trefjar í kjöti’ (Torp: 571), dönsku
save ‘trefjar í plöntum eða kjöti, blóðugt kjöt’ (ODS XVIII, 823)
og fornsænsku saghi ‘kjötbiti'.
Segi er ekki algengt orð í málinu og viðbúið, að ýmsir hafi ekki
þekkt merkingu viðliðanna -segi, -sigi, -sagi, en lagað þá að öðrum
orðum í málinu. Við það myndast hinar ýmsu víxlmyndir. Af
smjörvalsiga verða til myndirnar smjörvalsía og smjörvalsigill.
Smjörvalsía leiðir af sér myndirnar smjörvolsía og smjöra- / sméra-
Sla> en smjörvalsigill aftur smjörvatnssigil, smjörvasigil, smjöra-1
smérasigil og smjörvalsigul. Af smjörvalsiga er einnig dregin mynd-
ln smjörvasigi. Af smjörvasiga myndast smjöra- / smérasigi.
Smjörvalsagi gæti verið eldri mynd smjörvalssafa og smjörvogsaga.
Smjörvalsugurinn, sem þeir Jónas Hallgrímsson og Jón Árnason
minnast á, gæti annaðhvort átt rætur að rekja til viðliðarins -sugi
(sbr. kverksugi, klósugi) eða sagnarinnar að sjúga sbr. mörsugur).
Kvenkynsmyndin smjörvölsaga gæti verið orðin til við samruna
orðanna smjörvala og smjörvalsagi og smjörvúlsaga síðan afbökun
al henni. Skyldleiki allra orðanna er þá hugsanlega á þennan hátt: