Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 177
Flugur
Jón Steingrímsson prófastur og íslensk málsaga
0.
Þessari flugu er ætlað að sýna að sjálfsævisaga Jóns Steingríms-
sonar prófasts hefur ekki verið gefin út svo viðhlítandi sé fyrir mál-
fræðinga og að vart verði bent á þarfari verk fyrir sögu íslensks
máls á síðari öldum, ekki síst sögu íslenskrar málhreinsunar, en
fullnægjandi útgáfu á ævisögunni og rannsókn á máli hennar. Eftir
kynningu á Jóni Steingrímssyni og ævisögu hans er rakin útgáfusag-
an, síðan er með dæmum sýnt að útgáfurnar eru ófullnægjandi og
rökstutt að ævisagan hafi margvíslega kosti sem geri útgáfu og rann-
sókn á henni sérstaklega æskileg verk.
1.
Jón Steingrímsson, sem kallaður hefur verið eldklerkur, fæddist
árið 1728 í Skagafirði, og var í Hólaskóla 1744-1750. Árið 1756
fluttist hann úr Skagafirði í Vestur-Skaftafellssýslu og átti þar
heima til æviloka 1791. Prestvígslu tók Jón 1760 og var prófastur
frá 1773. Séra Jón stundaði talsvert ritstörf, en ekkert birtist eftir
hann að honum lifanda nema ritgerðin „Um að ýta og lenda í
brimsjó“ í 9. bindi Rita Pess íslenska lœrdómslistafélags árið 1789.
Sjálfsævisaga Jóns Steingrímssonar er aðeins varðveitt í einu
handriti, Lbs. 182 4to, sem er eiginhandarrit að undanskildum
smákafla undir lokin (KA:319-320), sem Jón hefur lesið fyrir sr.
Bergi Jónssyni, aðstoðarpresti sínum og tengdasyni. Ekki er annað
vitað en umrætt eiginhandarrit sögunnar sé jafnframt frumrit
hennar, og er það reyndar ljóst um stóran hluta þess. Síðasti útgef-
andi ævisögunnar, Kristján Albertsson (KA: 12-14), hefur sýnt að
sr- Jón hafi byrjað á henni ekki síðar en 1782, en þó eftir 1778 eða
79, og ljóst er að Jón hefur haldið áfram að skrifa hana fram á árið
Sem hann dó, 1791.