Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 178
176
Flugur
2.
Ævisaga Jóns Steingrímssonar var fyrst gefin út í heild af Jóni
Porkelssyni þjóðskjalaverði fyrir Sögufélagið 1913-16. Meirihluti
sögunnar hafði þegar verið gefinn út af Valdimar Asmundssyni í
Fjallkonunni 1898-1903 (um fyrri útgáfur á hlutum sögunnar sjá
JÞ:v-vi). Um útgáfu sína segir Jón (JÞ:xi) að Guðbrandur Jónsson
(sonur hans) og Ólafur Lárusson (prófessor) hafi skrifað upp hand-
ritið að ævisögunni. Ritháttur á útgáfunni segir Jón að muni ekki
vera svo sjálfum sér ósamkvæmur að mikill bagi sé að, en rithátt
handritsins segir hann „einskis virði“ (JÞ:vii nm.).
í annað sinn var Ævisagan í heild gefin út af áðurnefndum Guð-
brandi Jónssyni 1945. Segir Guðbrandur (GJ:xii) að fyrri útgáfan
hafi verið borin vandlega saman við eiginhandarritið, og textinn
allvíða leiðréttur eftir því, en bersýnileg pennaglöp leiðrétt athuga-
semdalaust. Guðbrandur tekur fram (GJ:xxiii) að rithætti Jóns
Steingrímssonar hafi verið haldið alls staðar þar sem hann hafi þótt
mundu sýna framburð, og að ekki hafi komið til greina að leiðrétta
það sem sumir mundu kalla rangt mál, því þannig hafi íslenskan
verið á þessum tíma.
í þriðja og síðasta sinn var Ævisagan gefin út af Kristjáni Alberts-
syni 1973. Segir Kristján (KA:18) að sagan sé prentuð eftir útgáfu
Guðbrands Jónssonar, en segist hafa gert nokkrar leiðréttingar eftir
samanburði við frumritið. Kristján segir einnig (KA:19) að orð-
myndir séu látnar haldast, svo að ekki raskist málblær þeirrar aldar,
né það tungutak sem höfundur kunni að sækja í mállýskur, enn
fremur (KA:18) að hann hafi aðeins leiðrétt smávægilegar málvill-
ur, augsýnilega tilkomnar fyrir óaðgæslu. Um þetta hlýtur Kristján
að vera að endursegja ummæli Guðbrands um sína útgáfu.
3.
Eins og hér verður sýnt, hefur ævisagan ekki verið gefin út á þann
hátt að málfræðingar geti treyst henni, þrátt fyrir að útgáfurnar séu
nokkrar og þrátt fyrir traustvekjandi ummæli hinna síðari útgef-
enda.
í rannsóknum mínum á beygingarþróun miðmyndar (Kjartan G.
Ottósson í undirbúningi) hef ég kynnst nokkuð hvernig háttað er
sambandi handritsins að Ævisögu Jóns Steingrímssonar við útgáf-
urnar. Fyrst og fremst hef ég borið saman dæmin um 1. persónu