Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 180
178
Flugur
Fram hefur komið að Guðbrandur Jónsson virðist gera nokkuð
að því að leiðrétta orðmyndir frumútgáfunnar eftir handritinu.
Stundum leiðréttir hann annað eftir hdr., svo sem kreisti í kreppti
(KA:47.4), komst í kemst (KA:286.6). Kristján virðist aðeins leið-
rétta á fáum stöðum, t.d. komst í kemst (KA:314.15). Virðist mega
ætla að leiðréttingar hans snerti lítt málsöguleg atriði, og vart svo
víða að vegi upp villurnar í átt til nútímahorfs. Sums staðar eru
allar útgáfur rangar um annað en beinar orðmyndir, svo sem burt-
kallaðist (KA:320.20) fyrir burtkallast í hdr.
Með þessum handahófskennda samtíningi er ljóst að síðasta út-
gáfa sögunnar er ekki nægilega traust til að vera grundvöllur mál-
sögurannsóknar. Er reyndar helst svo að sjá sem miðútgáfan sé
einna skárst. Eftir er að sýna mikilvægi þess að einmitt þetta rit sé
útgefið á fullnægjandi hátt.
4.
Ef borið er saman við fornmálið er íslensk málsaga síðustu alda
lítið rannsökuð. Þetta á fyrst og fremst við um tímabilið eftir 1600,
því um 16. aldar málið er til rit Jóns Helgasonar (1929) Málið á
Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar og meginrit Oskars Bandle
(1956) Die Sprache der Guðbrandsbiblía.2
Málfræðingar nú á tímum sem kynnu að vilja auka þekkingu okk-
ar á þróun seinni alda málsins eiga einnig að ýmsu leyti erfiðara um
vik hvað varðar texta til að rannsaka en þeir sem rannsaka eldra
málið. Útgefnar bækur á íslensku fram um 1770 eru mestmegnis
guðsorðabækur og gefa þannig of einhliða mynd af málinu. Auk
þess eru þessar bækur tiltölulega óvíða til og aðgangur að þeim
ýmsum takmörkunum háður, og gotneska letrið og léleg prentun
oft framan af gerir þær líka seinlesnari en nútímaútgáfur. Útgáfa
eldri rita á seinni tímum, segjum útgáfa texta frá sextándu til
átjándu öld síðustu rúm hundrað árin eða svo, ber þess merki að
lengi vel höfðu menn engan skilning á gildi seinni alda málsins. Út-
gefendur sögðu t. d., eins og Jón Þorkelsson, að stafsetning hefði
„að sjálfsögðu“ ekkert gildi í svo ungu handriti. Ýmsir þeirra töldu
einnig sjálfsagt að „leiðrétta málvillur“, og jafnvel þeim sem vildu
halda orðmyndum frumritsins veitti það erfitt að koma óhreinsuð-
2 Um þetta og almennt um stöðu rannsókna á málþróuninni eftir 1600 sjá Kjartan
G. Ottósson handrit.