Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 181
179
Flugur
um texta á prent. Það sem hér hefur verið rakið hefur leitt til þess
að aðgengilegir traustir textar frá siðaskiptum fram yfir 1800 eru
ekki svo ákaflega umfangsmiklir.3 Er þá næst að rekja ýmsa kosti
Ævisögu Jóns Steingrímssonar til að bæta henni í flokk þeirra texta.
Lengd Ævisögunnar er kostur. Nú er það svo í sumum greinum
málsögurannsókna, að nauðsynlegt er að hafa talsvert langan eins-
leitan texta svo efniviður sé nægur til að draga ályktanir. Þetta á
ekki síst við í sögulegri beygingarfræði, þar sem um er að ræða
beygingu miðlungi algengra orða. Ævisaga Jóns Steingrímssonar
er alllangur texti, vantar t. d. á að giska þriðjung til fjórðung á
lengd Nýja testamentisins.4
Annað er það, að textar eru oft ekki varðveittir eins og þeir komu
frá höfundinum. Afrit, mistrú og gjarnan lítt trú frumtextanum um
ýmis málfarsleg atriði, eru oft eina varðveitta textagerðin.5 Ævisaga
Jóns Steingrímssonar er frumrit eins og áður sagði.
Enn mælir það með Ævisögunni að hún er á forvitnilegum stað í
málþróuninni, ef svo má segja. t»egar texti er notaður í málsöguleg-
um athugunum er ekki nóg að vita tímasetningu hans og staðsetn-
ingu (vegna mállýskna), líka verður að vita eitthvað um eðli
textans. Sú málnotkun sem birtist í textum frá fyrri tímum er nefm-
lega mjög margvísleg og misnálægt því miðlæga málkerfi sem mál-
notendur hafa í kollinum. Auk þessa miðlæga málkerfis er hin fé-
lagslega viðurkennda málnotkun (norma) og getur hún verið mis-
munandi eftir textagerðum (t. d. „norma“ fyrir ritað mál almennt
eða t. d. prédikanir sérstaklega). Petta tvennt þarf ekki að fara
saman, og notar þá málnotandinn svokallaðar aðlögunarreglur
(adaptive rules) til að laga það mál sem honum er eðlilegast að
þeirri málnotkun sem vænst er. í íslenskri málsögu síðari alda þarf
einna helst að taka tillit til tvenns konar áhrifa af þessu tagi. Annars
vegar er latnesk-þýskur lærdómsstíll fram á 19. öld, hins vegar eru
3 Sjá um útgáfumálin Kjartan G. Ottósson handrit, með bráðabirgðaskrá yfir
hentuga texta útgefna á síðustu tímum.
4 Annar texti sem er enn umfangsmeiri er Vídalínspostilia, en þar er „stílunar-
viðhöfn" og hefur verið rjálað við textann í prentsmiðjunni, en ekki er kunnugt um
frumrit.
5 Prentaðar bækur kunna einnig að vcra breyttar af hálfu prentsmiðjunnar. Að
■slenskar bækur eru fram um 1770 flestallar úr Hólaprentsmiðju hefur haft áhrif á
stafsetningu bókanna, orðmyndir og fleira málfarslegs eðlis, en því máli hefur að
heita má enginn gaumur verið gefinn.