Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 182
180 Flugur
áhrif málhreinsunarstefnu, sem smám saman hafa síast inn í hið
miðlæga málkerfi.'’
Stíll varðar í þessu sambandi mest hugmyndir um það hvernig
rita skal, og enn fremur hvernig rita skal um tiltekin efni. íslensk
stílsaga síðari alda er að mestu leyti órannsökuð (sjá helst Pedersen
1982, sbr. Kjartan G. Ottósson væntanl. b). Ljóst er þó að lær-
dómsstíll eftir latneskum og þýskum fyrirmyndum (stundum kall-
aður kansellístíll) var ríkur í rituðu máli allt fram á síðustu öld,
þegar Fjölnismenn og ýmsir samverkamenn þeirra hrundu honum.
Um Ævisögu Jóns Steingrímssonar er það að segja, að hún var ekki
ætluð til almennrar dreifingar, heldur var hún ætluð dætrum Jóns
Steingrímssonar og afkomendum. Segir Jórfsjálfur í formála, að
ævisagan sé skrifuð „einfaldlega, án nokkurrar stílunar-viðhafnar“
(KA:26). Má bera ævisöguna saman við það sem Jón Steingrímsson
skrifaði ti! birtingar í Ritum Lærdómslistafélagsins og e. t. v. annað
sem Jón ætlaði til birtingar.7Ævisagan getur sýnt hve latnesk-þýsku
stílfyrirmyndirnar höfðu gegnsýrt íslenskt ritmál, er þróuninni var
snúið við, jafnvel þar sem „stílunar-viðhöfn" var ástæðulaus."
Áhrifa frá málhreinsunarstefnu gætir allt frá því um 1700 í tak-
mörkuðum hópi, í ritum manna kringum Árna Magnússon og Pál
Vídalín (sjá Kjartan G. Ottósson væntanl. b). Til stærri hóps ná
áhrifin þegar kemur fram á seinni hluta 18. aldar, m. a. gegnum
Eggert Ólafsson og Lærdómslistafélagið, en það er ekki fyrr en
kemur fram um miðja 19. öld sem sú málhreinsunarstefna sem varð
ofan á tekur í fullum mæli að gegnsýra allt sem skrifað er á íslensku.
Ævisaga Jóns Steingrímssonar hefur sérstakt heimildagildi í þessu
sambandi. Enda þótt hún sé skrifuð seint á 18. öld og Jón Stein-
grímsson hafi lagt til efni í Rit Lærdómslistafélagsins hefur mér
virst hann sjálfur ósnortinn af málhreinsunarstefnu. Engra áhrifa
af málhreinsunarstefnu gætir í miðmyndarendingum, og ég hef ekki
rekist á áhrif í öðrum efnum heldur. Ég ímynda mér að ævisagan
„Norma" getur í vissum mæli komist inn í hiö miðlæga málkcrfi eins og í þcssu
tilfelli, sbr. Kjartan G. Ottósson væntanl. a.
7 í þessu sambandi væri fróðlegt að bera stíl Ævisögunnar eða ævisögu Jóns
Ólafssonar (Pedersen 1982) saman við t.d. brcfabækur 17. aldar, guðrækirit cins og
Vídalínspostillu og fræðirit eins og sagnfræðirit Jóns Halldórssonar eða Eyjólfs
lærða Jónssonar á Völlum.
K í samræmi við guðrækilega hneigð ævisögunnar má gera ráð fyrir stíláhrifum
frá guðsorðabókum.